Ég veit ekki hvort margir eru að lenda í þessu PunkBuster vandamáli, en ég geri það alla vega. Þannig er nú það að ég er að spila og ekkert mál. Eftir 1-3 mín er mér kickað. Reason - Kicked by console, punkbuster connection over 5 times eða eitthvað álíka.
Þetta er farið að verða drullupirrandi sérstaklega þegar maður lendir í því að vera bannaður í einhvern tíma. pb.multiplayer.org, ég geri það á hverjum degi, ég er ekki með fasta IP tölu o.s.frv.
Það sem Isnet verður að átta sig á er að PunkBuster er langt því frá að vera fullklárað, og það er hellingur af böggum í því.
Málið er líka það að þegar maður er kominn inn, þá er maður ekkert látinn vita fyrr en tölvan er búin að reyna að connecta PunkBuster fyrr en 5 sinnum og manni er hent út, nema að maður nái PunkBuster Authentication. Mér finnst að ef maður nær ekki að connecta í fyrsta skipti á PB serverinn hjá isnet eða hvernig sem það er, að þá er manni hent út en ekki bannaður. Því þetta forrit er alltaf með einhverja bögga, hjá mér alla vega. Maður verður að fá tækifæri til að hætta í leiknum og starta PB aftur og athuga hvort hann virki.
Svo er það með Clan Tag draslið, það er alltaf í rugli hjá mér, í einum leik segir hún að allt sé í lagi, og í þeim næsta ekki, þetta forrit er langt því frá að verða fullklárað!!!
ViceRoy