Núna er fólk búið að venjast nýja peningakerfinu og finnst mér þær breytingar sem þar komu fram mjög góðar. Hins vegar fannst mér vanta eina breytingu enn af hálfu cs samfélagsins, til að þessar breytingar stytti leiki, en lengi þá ekki.
Núna eftir breytinguna er hægt að planta 35 sekúntum seinna, sem gerir það að verkum að roundið er í rauninni lengra sem því nemur. Þessu er ég orðinn frekar þreyttur á, að Terroristar hafi tæpar þrjár mínútur til að pikka út, þetta hægir á leiknum og tekur “tempóið” úr honum, þar sem tímarush er vinsælt og oft er rushað eins seint og hægt er, til að gera óvininn óþolinmóðan og fá hann til að fara úr stöðum.
Til að laga þetta er eitt í stöðunni: <b>mp_roundtime 2</b>
Ef roundtime væri stytt niður í 2 mínútur myndi hvert round styttast um 25 sekúntur frá því fyrir breytingar á peningakerfinu:
+ 0:35 ($-kerfið) - 1:00 (mín tillaga) = Breyting um -0:25 sek
Þetta myndi stytta roundin og bið eftir hinu liðinu, sem er að mínu mati mjög gott. Að vísu hefðu Terrar eilítið minna svigrúm, en þessar 3 mínútur eru hvort eð er nær aldrei liðnar þegar Terrar eru annað hvort búnir að vinna eða tapa roundinu (ef tímarushi er ekki beitt).
Ég held að þessi breyting myndi stytta leiki um u.þ.b. 5 mínútur, hver leikur yrði samanþjappaðari, meira að gera og minni bið, sem væri náttúrulega frábært. Hvað segiði um þetta?<br><br><font color=“blue”>Nemesis</font><font color=“white”> aka Bjössi kvennagull ;D ;D ;D</font