Ertu nokkuð mjög langt frá basestöðinni?
Miða skal við max 10 metra (með t.d. 2 veggjum), uppá leikja-performance.
Einnig er þekkt að önnur raftæki hafi slæm áhrif á þráðlaust netsamband. Má þar meðal annars nefna þráðlausa síma, örbylgjuofna og hrærivélar. Til að athuga stöðugleika tengingar, svartímalega séð, getur þú prufað að ýta á start, farið í run og skrifað ‘<i>cmd</i>’ eftirfylgt af enter.
Þá færð þú upp svartan command prompt glugga.
Þar skrifar þú ‘<i>ipconfig /all</i>’, (ath, bara eitt skástrik, hugi gæti hent inn auka skástriki).
Þar leitar þú svo að þráðlausu tengingunni þinni og línu sem líkist þessari:
Default Gateway . . . . . . . . . : x.x.x.x
x.x.x.x er þá iptalan á þeirri stöð sem þú tengist netinu í gegnum.
Næst skrifar þú ‘<i>ping -t x.x.x.x</i>’ og leyfir þessu að ganga í einhvern tíma, til dæmis yfir nótt. Þeim mun lengur, þeim mun áreiðanlegri niðurstöður.
Til að stöðva þetta heldur þú <i>ctrl</i> inni og ýtir á <i>c</i>.
Þá færð þú eitthvað sem lítur svona út:
Ping statistics for x.x.x.x:
Packets: Sent = 9000, Received = 8995, Lost = 5 (0% loss),
Approximate round trip times in milli-seconds:
Minimum = 0ms, Maximum = 10ms, Average = 2ms
Athugaðu prósentutöluna þarna (í mínu tilfelli 0%).
Ef þetta nær einu prósentustigi, þá er tengingin ekki nógu hæf til leikjaspilunar.
Einnig skaltu athuga gildið sem er á Average. Það er ekki gott ef það nær yfir 10.
Á þráðlausri tengingu sem notuð er til leikjaspilunnar eru gildin t.d. Min: 0, Max: 23, Avg: 3.
Eitt sem þú ættir einnig að athuga er þessi beina lína sem myndast milli base units og clients. Ef hún fer til dæmis í gegnum stein, getur það MARGborgað sig að færa base unitið um hálfan meter.<br><br>______________________________________________
<i>“Hey, drolezi, ég tala við frænda minn izelord ef þú ferð ekki!”</i>
<b>izelord.</b>
<b>Your evil HLSA</
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.