mér hefur líkað ágætlega að fara inn á þennan blessaða server og spila mitt cs. En það er alveg ótrúlegt hvernig heims yfirráð og valdarán eru orðin í þessum heimi. Nú er hópur af krökkum og ég skal nú ekki trúa öðru en þetta séu krakkar sem eru með rcon af þessum server, en þetta er sorglegt.. nú er búið að banna mig 3 sinnum í dag! og skilst mér nú að búið sé að banna mig í mánuð sem er nú bara sorglegt.

En svona hljómar þetta:
Fyrsta bann:
veit ekki afhverju mér var kickað né bannað. En það er mér fyrirmunað að skilja

Annað bann: ég óvart teamflashaði gaur og hann spurði hvort ég væri heimsku.. Nú ég breytti bara nicki mínu í “égerheimskur” svo það færi nú ekki milli mála fyrir þennan viðkomandi vælukjóa og dadara…. BANN!

Þriðja Bannið: Nú við vorum að spila þetta blessaða map þar sem terrar eru inni í skemmunni og ct úti. Búið var nú að spila þetta mapp í dágóðan tíma þar til ég sjálfur sem var nú ct tók eftir að terrar voru farnir að hamra á manni í kring um allt borð. og fóru því upp á þak “efst” með boost svindli og skutu mann allstaðar að aftan.. Nú ég var að reyna að tjá mig á servernum hvað væ ri í gangi og afhverju þessum mönnum væri nú ekki bara hent út. Það endar nú þannig að ekkert gerist, svo ég ákveð nú að fara í Terr og sjá hvaða fuck er í gangi og þegar að því kemur standa 8 terrar af 10 uppi hjá gíslunum að boosta hvort annan upp. Nú ég varð að sjálfsögðu að prufa þetta og sjá hvað og hvernig þetta óbjóðslega rugl virkaði og þar fram eftir götunum.
Jú ég kemst þarna upp á eftir öllum öðrum og jú þetta er svindl dauðans, en skaut 2 menn og BANN!!!!! eini maðurinn sem fékk bann út af þessu.

Annað hvort hef ég sofið hjá mömmum þessarra drengja sem eru með rcon af þessum server eða þá að ég sé leyndur pabbi þeirra sem þeir hafa aldrei séð! Því einhver er ástæðan.

En eins og ég segi, ég mæli með að Pytts menn fara yfir það hverjir eru með VALDABARÁTTUNA á þessum server og skoði sinn gang.. því þetta er ekki sniðugt. Eins og þessi server er nú góður að spila á.

Þetta er bara eins og að vera á ircinu… slagsmálin up “op” og svoleiðis valdaskít að þetta er bara grátlegt fyrir cs sjálft.

kv
Einn sem á ekki orð.