WarDrake: Það eru þrír hlutir sem fóru frekar illa með þetta myndband, og finnst mér leiðinlegt að benda á það, en þetta skemmir næstum alveg fyrir myndbandinu.
1. Croppið ofan af rammanum
Ég bara spyr, til hvers að croppa ofan af myndinni þannig að maður sjái aldrei fyrsta fraggið?? það skemmir algerlega fyrir að mínu mati, maður sér t.d. ekki hvort ígegnum fröggin séu headshot, hvað margir eru teknir o.fl. o.fl. Það er í sjálfu sér allt í lagi að taka út hp money armor og það, en að taka út fyrsta fraggið skemmir alveg fyrir. Ef þú hefur gert það til að láta radarinn ekki sjást hefðiru bara getað skrifað hideradar í console.
2. Gæðin á myndbandinu
Vídjóið er nokkuð langt, en með meira en 3000 kbs í bitrate áttu að ná mun betri gæðum en þetta, spurning um að prófa mörg codecs áður en maður ákveður sig, því það er margt betra til en þetta (mætti halda að þú hafir double compressað án þess að codecið sé hannað til þess, þá kemur greinilega fram hvað það sárvantar keyframe oft).
3. Hljóðsetningin
Það er núna orðið næstum alveg viðurkennt að hafa ekki hljóð á klippunum í myndbandinu sínu, bara lag, en í þessu tilfelli sleppur það alls ekki, og gerir myndbandið algerlega máttlaust. Í fyrsta lagi eru gæðin á lögunum vægast sagt mjög léleg, svo léleg að það er ekki minnsti möguleiki á að þau, sér, geti látið mann njóta myndbandsins. Í öðru lagi er það klippingin; fröggin, skipting sjónarhorna og skipting á milli atriða, ekkert af þessu passar nokkurn vegin við lögin! Þrátt fyrir að það sé meiri vinna er brýn þörf á hljóði á klippurnar, eða amk mun betri klippingu í stíl við lögin og þá betri gæði á lögunum sjálfum!
Ef þú nennir myndi ég taka þetta myndband af netinu og vinna það algerlega upp á nýtt með þessi atriði til hliðsjónar, því ef þú gerir það ekki á þetta myndband ekki eftir að ná langt, sem er mjög leiðinlegt, því þið eruð eitt besta cs clan landsins og að taka þessi mörg flottu frögg og skemma þau með því að nota þau í máttlaust myndband, þannig að ekki sé hægt að nota þau aftur, er algjör synd, því það væri auðveldlega hægt að koma Íslandi mun betur á framfæri ef þetta myndband væri vel gert og myndi slá í gegn.<br><br><font color=“gray”>[</font><font color="blue">></font><font color="gray">] </font><font color=“blue”>Nemesis</font><font color=“white”> aka Bjössi kvennagull ;D ;D ;D</font