Daginn,

Nú er ég hlessa!

Nýjasta nýtt hjá adminum er að banna hóp spilara fyrir það sem þið viljið kalla “meiðyrði”.

Ég held að ég hafi vart heyrt meira bull síðan ég hóf að spila CounterStrike, einna fyrstur manna hér á landi fyrir mööörgum árum síðan.

Taka það fram að hér í upphafi tíðkaðist ekki að “hrauna yfir menn” og rífa kjaft, en það hefur heldur betur breyst á s.l. árum og ótrúlega algengt að sjá menn með kjaft, dólg og önnur skrílslæti á bæði leikjaþjónum og á irki.

Hingað til hefur þetta viðgengist (því miður?) óáreitt að mestu og menn fengið að rífa kjaft að vild - í flestum tilvikum. Í mesta lagi, eftir því sem ég best veit, hafa rcon-ar sparkað viðkomandi útaf leikjaþjónum séu þeir viðstaddir þegar að atvikið á sér stað.

Nú virðist hins vegar ætla að verða breyting á.

Í gær gerist það að einhver hópur spilara tekur sig til og er með dólg og skrílslæti á leikjaþjón hjá Símnet. Gerir hópurinn grín að meðspilara m.a. með niðrandi nickum.

Í framhaldi af því taka rconar sig til og banna einungis hluta þess hóps eftir því sem mér best skilst.

Byrja á að benda mönnum á sem hafa verið að tala um “ólögmæti” þessa gjörnings að lesa lögin betur. Vissulega eru meiðyrði ólögleg en að vera svo ótrúlega barnalegur að halda því fram að þarna hafi eitthvað ólöglegt átt sér stað er náttúrulega firra. Ég ætti kannski að kæra Roosterinn næst þegar hann skrifar eitthvað “niðrandi” um mig??

En þarna er greinilega algjör stefnubreyting á ferðinni af hálfu þeirra sem stjórna Simnet leikjaþjónum. Ég hef ekki spilað þennan leik í meira en 2 ár án þess að nánast undantekningalaust sé gert lítið úr einhverjum á þjóninum eða menn eru með kjaftbrúk.

Ég spyr því gaulza, zlave og þá sem með “völdin” fara hvort að það sé ekki gulltryggt að þetta muni viðgangast fyrir ALLA þá sem að eru með kjaft og niðrandi orðbragð um aðra.

Ég mun því að sjálfsögðu taka skjáskot af öllum þeim sem rífa kjaft á leikjaþjónum (og irki) og senda tafarlaust til gaulza og zlave og krefjast þess að viðkomandi hljóti bann hjá Simnet.

Það verður að vera jafnræði í því sem gert er, menn geta ekki leyft sér að vera með geðþóttaákvarðanir á leikjaþjónum Landsímans. Það erum við, áskrifendur Símans, sem að því að ég best veit borgum fyrir þessa þjónustu og eigum því kröfu á því að þar séu í gildi reglur sem gangi jafnt yfir alla.

Ég vil koma því á framfæri svo að börnin sem lesa þennan kork minn og ætla að “fleima” að ég hef síst á móti reglum um hegðun á leikjaþjónum, og hvet reyndar til þeirra. Það er bara ekki pointið.

Pointið er að reglur/ákvarðanir <b>skulu ganga jafnt yfir alla</b>. Allt annað er gjörsamlega útí hött og í raun bara skömm fyrir þá sem stjórna.

Njótið vel og gleðilega hátíð.

BenDove