Já vonandi að þið fáið áhugamálið inn, en ég var að prófa hann í fyrsta skiptið áðan… Ágætis leikur sem hefur sumt fram yfir DoD, aðalega í grafík og þannig dóti. Það er samt ekki það sem mér finnst skipta mestu máli, ég hef prófað nokkra leiki um ww2 (wolfenstein, MOH og CoD) en enginn þeirra kemst nálægt því að vera eins skemmtilegur í spilun og DoD í multiplayer (að mínu mati allavega).
Skil ekki hvað varð eiginlega af DoD menningunni. það er enginn að spila á public sem er synd þar sem það er það sem heldur leikjum gangandi. Mér er alveg sama hversu margir eru að spila í deildum því að það fer enginn noobbi beint að spila í einhverjum deildum ef hann hefur ekki fengið að æfa sig á local public serverum og kynnast leiknum og þar sem hver DoD spilarinn á fætur öðrum eru að hætta þá erum við ekki að fá nóg að nýum spilurum inn í staðinn :( ………
DoD er að deyja eða það sýnist mér allavega ef þetta heldur áfram svona