Vegna laga um útivistartíma ungmenna eru skjálftafarar undir 16 ára aldri beðnir um að koma með eftirfarandi skjal með undirskrift foreldra á á skjálfta.

<a href="http://www.skjalfti.is/leyfi_utivist.pdf">http://www.skjalfti.is/leyfi_utivist.pdf</a>
(Lesist með acrobat reader sem fæst á <a href="http://static.hugi.is/essentials/misc/acrobat/6.x/AdbeRdr60_enu_full.exe">http://static.hugi.is/essentials/misc/acrobat/6.x/AdbeRdr60_enu_full.exe</a> )

Reglurnar um útivistartíma eru svohljóðandi:

92. gr. útivistartími barna

Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir. Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.

Semsagt, þið sem verðið 16 ára á þessu ári eruð undanþegin þessari reglu.
Þeir sem yngri eru VERÐA að koma með þetta plagg við innritun á skjálfta. Þeir sem ekki mæta með það á skjálfta, komast ekki inn án leyfis forráðamanna.

Einnig langar mig að láta ykkur vita af því að færst hafi í aukana að lögreglan hafi sent ungmenni heim af netkaffihúsum vegna aldurs. Það er nokkuð greinilegt lögreglan er farin að taka harðar á þessum lögum, og verður skjálfti væntanlega engin undantekning. Það að ykkur hugsanlega hafi tekist að komast inn áður án þessa skjals, er engin trygging fyrir því að ykkur takist það aftur.

Þið eruð einnig vinsamlega beðin um að mæta með þetta skjal sjálf þar eð það flýtir verulega fyrir allri skráningu. Þessi skjöl verða þó til staðar á skjálfta.

Svo er sætaskipan einnig komin, og er hún á <a href="http://www.skjalfti.is/upload/S2003_4-yfirlit%20salar.gif">http://www.skjalfti.is/upload/S2003_4-yfirlit%20salar.gif</a>.

Riðlar munu koma á morgun.

Sjáumst hress, útsofin og kát á morgun.<br><br>______________________________________________
<i>“Hey, drolezi, ég tala við frænda minn izelord ef þú ferð ekki!”</i>

<b>izelord.</b>
<b>Your evil HLSA</
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.