Knifah kvartaði útaf því að greininni hans var eytt og að hann hafi ekki átt annað eintak, að admininn sem eyddi henni hefði átt að senda hana til baka.
Svo kemur Rooster hingað líka, er að segja að adminar séu að farnir að líta of stórt á sig, ekkert að því, maðurinn má hafa sínar skoðannir.
En þar sá ég að Haddi Topaz hafði sent honum greinina til baka (eða að Roosterinn hafi sjálfur sett hana þarna inn).
Allavega, af þessu dæmi ég að adminar læra alveg á þessu, Topaz sagðist ætla að fara að senda greinarnar aftur í heilu formi og það gerði hann.
Ég myndi halda að þeir vissu af því að fólki líkaði illa við að það væri eytt of miklu af efni, þannig að það verður vonandi breyting á þessu.
En face it, margbúið að endurtaka þetta, ZERO-tolerance regla. Ef það er eitthvað sem að er ósmekklegt (sbr. dóna orðbragð eða eitthvað í þeim dúr) er í greininni/póstnum, eða að málfræði og og stafsetning er ekki nógu vel fram sett, þá er sent greinina/póstinn annað eða því eytt.
Þið sem að skrifið greinina reynið þá bara að hugsa áður en þið sendið hana inn. Þið ættuð að vita að það ser zero-tolerance regla í gangi og þá ætti fólk bara að passa sig á stafsetningunni og málfræðinni. Það dugar ekki lengur að það sé hægt að lesa greinina/korkinn. Vanda sig, passa sig. Nota almenna skynsemi (þetta á við þegar að efni greinar er ekki nægilega mikið til að teljast sem grein eða að það tengist samfélaginu ekki nógu mikið í heild).
Eflaust kvarta einhverjir um að þetta sé ekki sami hugi og áður, að núna sé bara talað um hax og annað því um líkt. En svona er þetta, tímarnir eru breyttir. Núna er fólkið hérna yngra og ekki jafn fágað og spilarar sem voru hérna áður fyrr. Minna um háfleyga penna, orðastríð milli stríðandi liðafylkingaþ. Þannig að auðvitað þarf að grípa til annarra leiða við að stjórna svæðinu.
Meina, kannski það ætti láta stjórnendur bara standa og gera ekkert í viku til að sjá hvernig svæðið yrði, hvaða póstar og hvaða greinar væru komnar inn, þá myndi fólk sjá hvað það er rosalega mikið af þursum enn til hérna. Amk. stend ég enn í þeirri trú að íslenska leikjamenningin (þá sér í lagi CS samfélagið) sé stútfullt af leiðinda fólki.
En hugi.is/hl er ekki jafn “skemmtilegur” og hann var, en svona er þetta, tímarnir eru breyttir. Ég verð bara að segja að mér þykir þetta vera komið nóg af kvörtunum og öðru því um líkt. Ég verð bara pirraður satt best að segja ef ég les yfir þá pósta og svör sem eru hérna, ekkert nema raus og læti. Meina “lestu þá fyrirsögnina”, þetta er ekkert endilega farið að tengjast bara fyrirsögnum. Maður opnar póstinn og les niður hann og þá er þetta bara komið út í rosalegt riffrildi (t.d. Pósturinn sem Ragnar Cyrus sendi inn, þar kom comment frá izelord um eitthvað, bara hnittið, sló á létta strengi. En brugðist var við eins og hann léti eins og fífl því hann væri admin og mætti það). Fólk má ekki einu sinni svara í góðum húmor og nota einhverja hástafi í endann, ease up a little.
En það sem ég vill segja er að það er nóg komið af þessum kvörtunum. Adminar ná þessu, við (almúginn) erum búnir að setja fram okkar punkta. Slaka á og lifa lífinu, það sem gerist hérna á hugi.is/hl er smávægilegt, ekki fá blóðtappa útaf of háum blóðþrýsting sem orsakast af reiði út í stjórnendur netsvæðisins.
Ease up :)<br><br>Adios // Asmodai
Meistari <b>GarFielD</b> skrifaði:
<i>“ Þessi korkur er jafn gáfulegur og feitur maður þakinn marmelaði syndandi innan um háskólarektora í svefnherbergi barbapabba, öskrandi ”ég er hamstur, ég er hamstur“ ”</i
Alli Asmodai