Núna hefst fjórða umferð Tittsins á morgun (sunnudag), og verður spilað í train að þessu sinni.
Leikirnir eru þessir:

Leikur 1 (1. riðill): Above-All - Quo
Leikur 2 (1. riðill): DPz - Nef
Leikur 3 (1. riðill): Hate - Spears
Leikur 4 (1. riðill): Legio - Love
Leikur 5 (1. riðill): xCs - wM
Leikur 6 (2. riðill): Addicted - KotR
Leikur 7 (2. riðill): Adios - Evil
Leikur 8 (2. riðill): dfb - Play
Leikur 9 (2. riðill): eCCo - EoD
Leikur 10(2. riðill): Touch - x/online

Scorebots verða fyrir alla leikina á #Titturinn.cs.* (* = númer leiks).
HLTV Proxy tekur upp leikina og verður þeim uplodað samdægurs á <a href="http://demos.skjalfti.is">http://demos.skjalfti.is</a>.
Til að scorebots og HLTV virki þarf þó ip, pass og rcon pass. Þeir sem eru að fara að skrimma þurfa þess vegna að msga mig á irc með þær upplýsingar áður en leikur byrjar. Einnig þarf að láta mig vita ef leik er frestað eða þið viljið byrja fyrr, svo HLTV recci á réttum tíma og scorebot byrji strax líka.
Því miður verður ekki hægt að horfa á leikina beint. Svo vil ég biðja að minnsta kosti einn úr öllum liðum vera á rás síns leikjar, svo ég geti alltaf haft samband við einhvern.

Hérna kemur svo smá spá:

<b>Above-All - Quo</b>
Above-all hafa haft algjöra yfirburði í þessari deild hingað til og ég efa á Quo nái að stöðva þá :/

<b>DPz - Nef</b>
Nef eiga eftir að vinna frekar stórt, betri leikmenn í þeirra herbúðum >:|

<b>Hate - Spears</b>
Er ekki með lineup hjá liðunum á hreinu :S

<b>Legio - Love</b>
Legio eru með Forhekset og Turbodrake (!) í Tittinum, en ég held að Love taki þetta nokkuð örugglega :|

<b>xCs - wM</b>
wM fá hér öruggan sigur með betri menn og meiri reynslu.

<b>Addicted - KotR</b>
KotR eru ósigraðir og hef ég enga trú á að Addicted muni stöðva þá. Addicted ná kannski einu roundi.

<b>Adios - evil</b>
Evil hafa ekki verið að spila vel í tittinum hingað til og á móti toppclani eins og adios eiga þeir litla möguleika.

<b>dfb - Play</b>
Þar sem ég spila ekki tel ég óhætt að spá mínu liði sigri :)

<b>eCCo - EoD</b>
eCCo eru betri í alla staði, þetta verður slátrun :O

<b>Touch - x/online</b>
Mest spennandi leikurinn, erfitt að spá öðru liði sigri, x/o gætu samt unnið með einu til tveimur roundum.+

Endilega komið með ykkar spár, alltaf gaman að lesa svona!
Gangi svo öllum vel sem eru að fara að spila á morgun :)<br><br><a href="http://www.simnet.is/bjornbr/play">Play</a> [<font color="red">></font>] <a href="http://www.simnet.is/bjornbr“>Nemesis</a>
<b>—————————-</b>
<a href=”irc://irc.simnet.is/Nemesis“>IRC</a>
<a href=”http://www.hugi.is/ego/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=nemesis&syna=msg“>Skilaboð</a>
<a href=”mailto:nemesis@myndarlegur.KOMM">Email</a>
<b>—————————-</