Þessi saga er innsýn í líf hins dæmigerða counter strike nörda.
Þessi strákur heitir Njáll og er sérfræðingur í counter strike. Hann var sérfræðingur á desert eagle og M14 colt carbine (það eru sko byssur). Honum fannst ekkert skemmtilegra heldur en að singleheadda (skjóta í hausinn í fyrsta skoti) gaura og vera sakaður um að nota aimbot og wall haxx (það eru sko svindl).
OMG HAX, sögðu spilararnir alltaf við hann.
Nau ég er bara góður í þessum leik annað en þið helvítis noobarnir ykkar(noobar eru sko byrjendur), sagði Njáll.
Nickið hans í Counter Strike var OrmZtungu$.mp3. Hann vildi vera í clani en allir héldu að hann haxaði svo þeir vildu ekki leyfa honum að joina. En pabbi Njáls studdi hann algerlega í þessu máli enda var hann eitt sinn counter strike legend.
Dreptu, dreptu, kallaði pabbi hans.
OMG svo er verið að saka þig um hax! Þessi gaur er með feitasta aimbot. En sumir sem vildu fá Njál í clan ældu þegar þeir sáu hann. Hann var nefnilega alltaf í hvítum stuttbuxum sem voru gegnsæjar af pungsvita og þegar honum var heitt fór hann úr að ofan sem var ekki fögur sjón. Enda var hann feitur og fór sjaldan í sturtu og makaði gjarnan fitu af doritos á bringuna og undir hendurnar á sér. Hann var líka með gleraugu, spangir, slatta af freknum og graftarbólum og svo var hann líka svo innskeifur að þegar hann stóð beinn snerti fremri hlutinn af tánum á hægri fæti, fremri hlutann af tánum á vinstri fæti. Einnig hafði hann svo mikið af hárum undir höndunum að hann skeindi sér stundum með þeim þegar það vantaði klósettpappír. Og honum datt ekki í hug að fara í sturtu eftir það, heldur fór hann bara í Counter Strike.
Honum gekk mjög illa í skólanum því hann lærði aldrei en fór bara einn í counter strike og spilaði allan daginn. Hann var orðinn svo háður leiknum að hann dreymdi á hvaða serverum hann ætlaði að fara að spila næsta dag.
Einn dag ákvað Njáll að prófa að mæta á skákæfingu afþví að í skák þarf að beita herkænsku eins og í counter strike. Honum gekk mjög vel og varð fljótt með þeim bestu á landinu. Hann ákvað síðan að komast í form og fara í sturtu af og til og raka sig undir höndunum. Eftir ár var hann kominn í geðveikt gott form og bólurnar voru farnar. Ef þú ert undrandi um hvað varð um hinn stóra part í lífi hans, counter strike, þá spilar hann bara klukkutíma á dag til að halda sér í digital formi. Einn daginn fór hann í Bunker (lan setur) og hitti strák sem heitir Óttar og kallaði sig brillerinn í counter strike hann leyfði honum að joina WannaB sem er geðveikt gott clan. Hann joinaði og nickið hans var svo WannaB|OrmZtungu$.
Núna var hann kominn með allt sem strák eins og hann getur dreymt um. Hann ákvað að fara með WannaB á Skjálftamótið. Þeim gekk mjög vel og komust í úrslitin á móti MurK en þeir skíttöpuðu á móti þeim enda er MurK aðeins betra clan, það besta á landinu.
Njáll var ekkert smá svekktur, hann komst í Princeton þegar hann sótti um háskóla. En þegar hann komst til Bandaríkjanna var counter strike löngu úrelt þar allir voru að spila EVE online (sem er íslenskur leikur)enda stór og góður. Hann aumingja Njáll fyrirfór sér því hann hafði ekkert til lifa fyrir fyrst counter strike var horfinn.
Nokkrum dögum síðar kom nýi counter strike leikurinn condition zero út og allir voru háðir honum að nýju.
THE END
(þessi saga er ekki sönn EVE online gæti aldrei verið svona vinsælt)