Hugleiðing um stigagjöf iFrags
Jæja, ég ætla aðeins að tjá mig um stigakerfið..<br><br>Eftir einföldun á formúlunni eins og hún er gefin á forsíðu iFrags þá lítur hún svona út:<br><br>Stig = F * K^3 / t<br><br>þar sem :<br>F=0,36 (fasti)<br>K=dráp <br>t=spilatími í sek.<br><br>Við getum gleymt fastanum svo að eftir stendur að formúlan verðlaunar dráp í 3 veldi á móti tíma, sem verður til þess að sá sem t.d. drepur 10 á einni klst verður hærri en sá sem drepur 5 á 8 mínútum. Þetta verður ótvírætt til þess að þeir sem spila mest fá flest stigin, óháð getu. Þar sem það er til listi yfir svoleiðis fólk (Mestu fíklarnir) þá finnst mér að það ætti að reyna að jafna út þennan mismun fyrir listann yfir bestu spilarana.<br><br>Þetta er svo allt spurning um hvert markmiðið er með stigagjöfinni, þ.e. hvað á að verðlauna?<br>Teamplay? Dráp? DrápPerMín? Fæsta dauðadaga? Nota erfið vopn? Sæti?<br><br>Mér finnst það að deyja sem sjaldnast vera partur af því að vera góður spilari, svo að ég vildi gjarnan fá þennan þátt inn í stigagjöfina.<br><br>En að því gefnu að hægt sé að nálgast upplýsingar um hversu oft maður er drepinn þá væri hægt að hafa formúluna svona:<br><br>Stig = K * (K/(D+C)+1) / t * F<br><br>K=kills<br>D=deaths<br>t=spilatími<br>C=fasti<br>F=fasti<br><br>Fastann C væri hægt að nota til þess að stilla áhrif þess að deyja á heildarstigagjöfina, því hærra sem það er því minni áhrif hefur D. Fastann F væri svo hægt að nota til þess að skala þetta til þannig að við fáum fallegri tölur.<br><br>Nú hef ég lesið þau rök að þetta muni verða til þess að auka camping og lengja leikina, en ef áhrifum þess að deyja er stillt í hóf þá ætti þetta ekki að verða til þess að menn fara að breyta um taktík.<br>Svo er það náttúrulega spurning hvort iFrags sé orðinn ráðandi þáttur í hvernig menn spila CounterStrike.<br><br>Jæja, endilega komið með athugasemdir..<br>—–<br>Ruggi