Sko, ég er ekki búinn að fylgjast neitt með cs menningunni í nokkra mánuði þannig að ég er frekar útúr þessu öllu en ég sótti steaminstall_cs.exe í gær og flutti fileinn yfir á 2 aðrar vélar (sem eru ekki internet tengdar) til að spila á lani. Ég installaði þessu í c:\\program files\\steam og doubleklikkaði á .exe fileinn og þá heimtaði hann að updeita á internetinu. Er það þannig að menn eiga bara alls ekki að geta spila cs1.6 á lani á tölvum án internet tengingar?
Mér finnst þetta nú bara fáránlegt ef þetta er rétt.
Mér dettur í hug að ég gæti kannski installað HL og cs1.6 á þessa vél (þá sem er með internetið) og copyað cs dirið yfir á þær sem eru ekki internettengdar(en eru lan tengdar saman).
Gæti einhver sagt mér hvort þetta sé hægt eða hvernig ég get annars installað cs1.6 á ónettengdar tölvur?