Góðan daginn,
Það er alveg virkilega ótrúlegt með ykkur samspilarar hvað þið hafið alveg skemmtilega mikla fordóma gagnvart Counter-Strike 1,6. Það er sennilega aðalega út af nokkrum korkaröflurum sem að það eru ennþá til 1,5 server í Counter-Strike sem að eru meira og minna tómir allan daginn. Og svo ef að þeim yrði breytt þá mundu korkarnir sprengjast út af röfli frá gömlu 1,5 spilurunum.
Ég held að þið 1,5 spilarar hafi bara ákveðið fyrirframm að þið ætluðuð ekki að spila 1,6 vegna þess að það er 1,6 með tveim nýjum byssum og nokkrum breyttum möppum og smávegis smábreytingum. Mér finnst að það ætti að drífa í því að fara að breyta Margmiðlunarserveronum yfir í 1,6 og líka Gamedome og Hroll :)
Það er til dæmis bara þannig að Margmiðlunarserverarnir eru svona vegna þess að “yfiradmininn” er á móti 1,6.
Í alvörunni sko þið eruð að verða eins og Vinstri grænir or sum.
“Grow Up”
Kveðja,
bobobjorn