Ok, ég ætla að byrja á því að viðurkenna að ég verð að hafa hlutina eins raunverulega og hægt er. Mig langar að spyrja: Eru margir sem hafa spáð í alvöru counter-terrorism? Spáð í alvöru strat og taktík?

Já ég veit, maður á að hafa gaman af þessu, og ég geri það svo sannarlega. En það væri samt gaman ef hægt væri að spila CS með alvöru stragety.

Tökum dæmi: Gíslataka í húsi. Á húsinu eru tveir gluggar og ein hurð. Möguleiki til þess að fara inn á þrem stöðum. Í „alvörunni“ væru allavega tveir terroristar sem dekkuðu gluggana, einn á hvorn glugga(a.m.k.). Mjög vinsælt er að nota gluggatjöld og byrgja þannig útsýni en þegar það er ekki til staðar þá eru gíslarnir notaðir til þess sama. Terroristarnir myndu fyrir það fyrsta aldrei hlaupa út úr húsinu í sitthvora áttina (það er eflaust miklu skemmtilegra þegar maður er að spila tölvuleik). Einhverjir terrar myndu dekka aðalinngangin, þ.e.a.s hurðina.

Hvað myndu counter-terroristarnir gera við þessar aðstæður, jú aðferðirnar eru nokkrar. Það myndi allavega ekkert lið hlaupa óskipulega um hoppandi (hopp er m.a. eitt sem myndi aldrei gerast í alvörunni nema menn væru að míga á sig). Líklegt er að setja þyrfti upp tvo sniper-pósta, einn á hvorn glugga. Sniperarnir myndu gefa hópstjórnandanum (Já, öllum aðgerðum er stjórnað af hópstjóra, sem er alltaf síðastur inn af augljósum ástæðum) merki þegar þeir hefðu mið á terror og hópstjórinn myndi gefa grænt ljós á skot ef öllu væri óhætt.

Það sem þarf að hafa í huga eru nokkrar spurningar: Hvar eru terroristarnir staðsettir og hvar eru gíslarnir staðsettir. Síðan er að setja upp inngönguhópa (oftast fjórir í hverjum). Einn aðili í hópnum er alltaf vopnaður haglabyssu og öllum mögulegum tegundum af sprengjum (lífshættulegar sprengju eru ekki sprengdar nálægt gíslum). Flassi og reykbombum er hent inn ef hópsjórnandi skipar og þvínæst er rushað inn. Talað er um velheppnað mission ef 75% gíslanna sleppa lifandi.

Síðan er hægt að fara enn nánar í hlutina og tala um dekkningar (ótrúlega margar tegundir eru til af dekkningum) þegar rushað er inn. Þess ber að geta að skipanir sem notaðar eru í CS eru margar hverjar hefðbundnar skipanir professional sérsveita um heim alla (já … ég veit það tala ekki allir ensku).

Ég ætla nú ekki að fara neitt út í vopnaval hérna en það er eitt sem er mjög athyglisvert og það er að vinsælasta vélbyssa sérsveita um heim allann er MP5 og vinsælasta byssan er Glock 17 en ástæða fyrir vinsældum þessara vopna er að hvort tveggja er létt (Glock 17 er að mestuleiti úr plasti), með lítið recoil og ótrúlega nákvæm og hraðvirk vopn (það tekur tæpar 10 sek að tæma 30 skota magasín með MP5 og flestallir meðalsterkir karlmenn gætu skotið úr þessari byssu með annari hendi, að vísu ekki mjög nákvæmlega). Þetta er sérstaklega athyglisvert þar sem þessir eiginleikar koma ekki alveg nógu vel út í CS (en það skiptir svosem ekkert miklu). Að lokum þá langar mig á að minnast á að M16 þykir ekkert sérstök vélbyssa lengur (þó svo að hún hafi verið mikið notuð í Viet Nam, oh já hún er gömul) sérstaklega þar sem hún jammar mikið. Jæja nóg komið af vopnaskaki.

Jæja þetta er byrjunin hjá mér um professional umfjöllun og dekkar þetta ekki nema bara smá brot af því sem menn mættu aðeins íhuga og er þetta dæmi hér að ofan langt frá því að vera tæmandi og oftast um miklu flóknari aðstæður að ræða. Ég hef til dæmis ekkert minnst á demolition taktík (nenni ekki að fara út í það núna) ofl. ofl.

Ég vona að fólk taki þessu ekki illa og er ég ekkert að nöldra, ég er aðeins að benda á möguleika fyrir menn sem hafa áhuga á advanced spilamennsku. Það væri til dæmis hægt að setjast niður og skrifa reglur og jafnvel halda mót þar sem menn spiluðu eins konar real-CS.

Jæja ég er hættur endilega látið mig vita hvað ykkur fynnst um þessar pælingar!!!

Kveðja…
<BR
„We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.“