Ég er enn að reyna að átta mig á hlutunum í sambandi við PunkBuster.
Ég var áðan að joina IsnetA serverinn.
Ok ekkert mál, hélt að allt væri í fínu lagi.
Ég er ekki með fasta IP tölu.
Mér er kickað út. Fyrir það að PB er búinn að reyna að Connecta game serverinn 5 sinnum!
Er ekki hægt að láta serverinn senda manni skilaboð í stórum feitum stöfum að PB er ekki alveg að virka? Þannig að maður geti farið úr CS í smástund og tjékkað á þessu. Það er soldið pirrandi að vera alltaf kickað út fyrir eitthvað sem maður getur þannig séð ekkert gert að.
Ok. Ekki Isnet servernum að kenna að PB virkar ekki, og ekki skelli ég skuld á þá.
Heldur dæmið með ip töluna. Þeir segja að maður skuli skrifa inn IP töluna á servernum sem maður ætli á ef maður er ekki með fasta IP tölu!! En hvað ef ég skipti svo um skoðun á síðustu stundu. Á maður að nenna að vera að stilla í hvert sinn sem maður ætlar inn á nýjan server. Það er mjög misjafnt hvaða server ég ætla inná. Ef það er þannig að ekkert teamplay er í gangi þá nenni ég ekki að vera á honum, og fer á annan server.
Er IP talan á t.d. IsnetA snoggur.isnet.is:27015 eða þarf ég að skrifa the real IP?
Og ég meina, ef maður ætlar að fá fasta IP tölu þá þarf maður að borga aukalega fyrir það. Hvenær ætlar þetta dæmi hjá Landsímanum að linna. Maður þarf að borga fyrir línuna, borga fyrir Internetið, og svo þarf maður að borga fyrir fasta IP tölu.
Og svo er það með pb.multiplayer.org, ég er búinn að prófa að hafa stillt á game server og svo PB server. ég næ oft ekki sambandi og þar af leiðandi DL ég ekki patchinu eða dæminu.
Ef einhver er með svör við einhverju af þessu, annað en “Þú ert vitlaus” þá endilega skrifið þau, ef þau eru af gáfulegu leyti þ.e.a.s.
MBK
Viceroy [.evil.]A