Hæ hugarar!

Bara smá tuð. Ég umskrifaði eina könnun sem var komin í loftið og var orðuð svona:

hvor langar þer að spila á skjafta 1,6 eða 1,5

Þetta er náttúrlega ekki boðlegt. Ég er enginn stafsetningarfasisti en það er lágmark að menn reyni aðeins að vanda sig. Næg er nú lágkúran hérna, í því sem einhverjir kalla cs-menningu en nær væri að kalla cs-ómenningu, þó orðalagið og stafsetningin sé ekki eins og hjá nýbúa sem er búinn að vera eina viku hér á landi. Ef menn leggðu þó ekki væri nema brotabrot af því sem þeir leggja í tölvuleiki í íslenskutímana sína væru þeir kannski skrifandi. (Nei, bara örlítil ábending.)

Kveðjur,<br><br>[GGRN]Rooste