Ég er í smá vandræðum (já þetta eru ekki stór vandræði). Þegar ég er í counter er smá upplausnarvandamál þegar ég er inni í valmyndinni internet games eftir að ég er búinn að vera í leiknum og ýti á esc takkann. Þetta virkar fínt þegar ég er nýbúinn að ræsa leikinn og hef ekki byrjað að spila. Ég fæ bara smá horn uppi vinstra megin með tökkum sem virka þannig að ég þarf alltaf að fara alveg út úr leiknum til þess að fá gluggann í lag aftur…

Ps. þetta vandamál byrjaði ekki fyrr en ég setti PB upp en þetta var í góðu lagi áður… reyndar var ég að setja windows ME upp á sama tíma. Allt annað virkar vel hjá mér.

Þeir sem eru klárir að laga svona hluti vinsamlegast svarið mér.

Kærar þakkir til allra snillinga hérna á cs-huga.is

Kveðja iamlaw…<BR
„We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.“