Mig langar að reyna að draga saman alla þessa PB umræðu sem er búin að vera í gangi.
Ok,
Í fyrsta lagi: Punkbuster virðist ekki virka fullkomlega sem skyldi, sumir einfaldlega virðast detta út og ekki ná tenginu og annað slíkt og er ég meira og meira viss um að það þarf ekki alltaf að tengjast vankunnáttu, held að þetta sé einfaldlega buggað á einhvern hátt
í öðru lagi: Punkbuster kemur í veg fyrir svindl, sem gerir hann góðan að því leyti að svindl eru búin að hrjá CS lengi og fólk alltaf að tuða og saka hvorn annan um svindl og allir eru að verða brjálaðir á þeirri umræðu.
Í þriðja lagi: Punkbuster hefur möguleikann á að vera optional, og persónulega finnst mér að allir servera ættu að hafa PB optional þangað til að tengivandamál með PB detta niður í einhver nokkur prósent, alls ekki hafa hann required meðan einhversstaðar 30-40% spilara eru að lenda í tengivandamálum.
Einnig er hægt að hafa 1 eða 2 Required servera fyrir þá alla svindlhræddustu.
Niðurstaða (svona smá skýrsluform á þessu)
Punkbuster er brill forrit sem hindrar svindl og verifiar playera, enn á meðann hann er enn í betaformi og margir eru að lenda í tengivandamálum með hann þá er alls ekki hægt að hafa hann required þar sem fullt af spilurum þurfa þá að gera eithvað annað en að spila leikinn.
Þegar Punkbuster er orðinn final og meira Userfriendly (kveikir á sér sjálfur þegar HL er opnaður og er alveg automatískur) þá er kannski hægt að pæla í því að hafa hann Required.
Ég vona að Isnet og Simnet server admins lesi þennan póst og viðurkenni hann og breyti meirihluta af serverunum sínum aftur í optional þangað til að PB verður notendavænni og bug-minni.
[DCAP]Preacher.<BR