Stjörnuskjálfti
Íslandsmeistarmótið í stafrænum íþróttum verður haldið helgina 26. - 28. september næstkomandi í HK húsinu Digranesi.
Sigurvegarar seinustu 4 skjálftamótin vinna sér inn þáttökurétt ásamt 2. sætið. Ef sigurvegari vinnur sæti tvisvar fær sá sem er í 3. sæti á því móti þáttökurétt. Keppt verður í CS, Q3 1on1, Q3 DMTP, Q3 CTF og WC3. 8 eða 4 lið verða í hverri keppni.
Síminn mun endurtaka verðlaunin sem voru veitt 2001 og senda erlendis sigurvegara í CS. Ekki er búið að ákveða á hvaða mót verður sent á en komandi CPL mót ásamt WCG koma til greina.
Einnig verða farandbikarar fyrir Íslandsmeistarana í öllum keppnum.
Mótsgjald fyrir keppendur er 2.500 Kr. Einnig verður opið svæði fyrir þá sem keppa ekki og kostar það einnig einungis 2.500 þar sem engin skipulögð dagskrá liggur fyrir opna svæðið. Keppendur í mótinu verða sérstaklega merktir og verður keppnissvæði þeirra lokað fyrir öðrum gestum mótsins til að tryggja lágmarkstruflun við spilun leikjana.
Stefnt er að því að hafa 3 sali til að fylgjast með leikjum ef þörf er á, en engin keppni er keyrð samhliða (Nóg að fylgjast með). Úrslitaleikirnir verða einnig sendir út á Breiðbandi Símans.
p.s. Þetta er sérmót, ekki hluti af 4 móta röð Símans Internet, Skjálfta, sem haldin hefur verið í 5 ár. Það verður því eins og venjulega, Skjálfti 4 seinna á árinu.<br><br>Langar þig að verða alvöru gamer ? Verslaðu <a href="
http://verslun.quake.is">hér</a>
og þú verður bestur!