Jæja, undanfarnar vikur og mánuði hefur mikið borið á því að fólk hefur verið að kvarta undan laggi, loss og choke og hvaðeina… sem er að vísu ekkert skrýtið miðað við hvernig einstaklingstengingar á Íslandi hafa verið lélegar hingað til. Vonum bara að það verði breyting á því.
Ég byrjaði ekki að spila leiki á netinu fyrr en um fyrir tæplega ári síðan, þannig ég veit lítið um hvernig ástand var á einstaklingstengingum á undan því. En eftir þvi sem mér er sagt, þá var ekki eins mikið um vandamál og bilanir eins og tíðkast í dag. Auðvitað verða alltaf bilanir og uppfærslur vegna stærri notendahóps, en kerfið er farið að klikka aðeins of oft að mínu mati.
En já, um þetta leyti byrjaði Íslandssími, eins og fyrirtækið var þá kallað, að bjóða ADSL 2, einstaklings-tengingar á freistandi verði, verði sem var vel samkeppnishæft. Þá varð Íslandssími aðeins stærri hluti af þessu stóra lani okkar á þessu skeri og Síminn fékk loksins smá samkeppni. Þeir komu með hin og þessi tilboð og blabla, en það er ekki það sem ég er að undirstrika hérna. En svo breyttist Íslandssími í OG vodafone og þá versnaði netið hérna til muna (aðallega Vodafone megin), fólk fór að lagga meira og sumir duttu oft út (þar á meðal ég) og ánægja fólks fór ekki beint batnandi.
Það sem ég var að spá í er …
Eins og Vodafone er orðið stór hluti af þessu neti hérna og þeir hljóta einnig að átta sig á að meirihluti þeirra sem er með adsl hjá þeim, eru að nota bandvíddina í leiki. Allavegana 1000 manns á íslandi spila CS að jafnaði, jafnvel fleiri og samt eru þeir ekki að gera neitt að ráði til að miðla upplýsingum til viðskiptavina sinna? Nema kannski ein og ein frétt á síðunni þeirra?
Flestir þessara admins á huga og á ircinu sem eru stór þáttur í þessari leikjamenningu okkar, ekki aðeins CS heldur líka Quake og fleiri on-line leikjum sem fólk er að spila í dag, eru hjá Simnet. Þeir vinna þar eða eru einfaldlega á vegum einhverra þar. Hvort sem við sjáum það hér eða annars staðar, þá koma alltaf tilkynningar um meiri háttar bilanir eða vandamál hjá símanum, í ADSL kerfi Landssímans eða bilanir á leikjaþjónum þess ágæta fyrirtækis. En er einhver admin frá Vodafone ? Nei, enginn.
Þannig ég hreinlega skora á aðstandendur Vodafone til að reyna bæta úr þessu, eitthvað hlýtur að vera hægt að gera.
Veit ekkert hvort þið skiljið sýruna í mér, bæði er ég ósofinn og örlítið ölvaður þegar þetta er skrifað, en mér finnst þetta vanta.
<br><br><a href="http://www.hate.is"><b>[.Hate.]</b></a><a href=“mailto:inzane@internet.is”>InZane</a>
#clan<font color=“#FF0000”>hate</font> @ ircnet
#<font color=“#FF0000”>hate</font>.is @ gamesnet
#Iceland hóra með meiru :P