Jæja ég ákvað að paste'a smá lesefni handa ykkur dod'urum í staðs væls og kvartana um væls.

ég hef verið að aðstoða URDead með næsta season dod ice og skrifaði niður þessar reglur í fljótu bragði ,endilega commentið á þetta sem komið er ,það mun eflaust eitthvað stækka við þetta þegar ég er búinn að setja vélina mína saman aftur.

Já eitt enn ,ég gerði líka sætan og nettan config fyrir dod-ice þar sem m.a er lokað fyrir console. Hver er skoðun ykkar á því ,ég mun taka það úr configinum ef það eru of margar kvartanir. En jæja here you go.


1. Liðin

1.1 stjórnendur liða skulu senda inn leikmanna listann hjá sér fyrir mót ,ef listinn kemur ekki inn fyrir mót þá dettur liðið sjálfkrafa úr keppni og einnig skal gefa upp wonid hjá öllum keppendum.
1.1.2 Lánsmenn eru bannaðir með öllu.
1.1.3 Eigi skulu vera færri en 7 skráðir leikmenn í hvert lið
1.1.4 Hver einstaklingur í deildinni má bara vera í einu liði. Ef leikmaður er staðinn að því að vera með 2 liðum verður hann rekinn úr deildinni og lið refsuð.
1.2 Ef leikmaður mætir of seint þá fer hann beint í spectator og bíður eftir skipun frá admin ,ef téður einstaklingur er beðinn um að fara útaf servernum þá skal hann gera það strax til að forðast það að verða sparkað út af admin.
1.3 Ef leikmaður er staðinn af því að svindla (haxa) þá mun hann fá bann í deildinni og WonID bann og liðið ávítað og liðinu hugsanlega refsað.
1.3.2 Hugsanlegar refsingar liða fara fyrir stjórnendur mótsins.
1.4 Liðin skulu velja sér stjórnanda fyrir keppnina ,þessi stjórnandi verður svo í sambandi við adminna dod-ice um keppnis tíma og þess háttar ,allar breytingar á tíma leikjana skal fara með til adminna.
1.5 Ef leikmenn eru að mæta oft seint í leiki þá skal stjórnandi liðsins taka þennan leikmann úr leikmannalistanum ,annað hvort að skipta út leikmanni eða taka leikmanninn úr keppninni.
1.6 Ef Adminnar biðja um Config frá leikmönnum þá skal senda þá strax , ef ekki er farið eftir þessu þá getur komið til banns í deildinni.
1.7 Ef lið mæta ekki í 2 leiki í röð dettur liðið úr mótinu.



2 möppinn

1.1 Það er bannað að campa spawn.
1.2 Það er bannað að grensa inná spawn (anzio og avalanche t.d)
1.3 Allt skywalk/map exploit er bannað
1.4 Allar kvartanir varðandi maplistann verður tekið eftir en sum möpp er ekki hægt að hrófla við


3. Tímasetningar

3.1 Leikirnir skulu byrja á slaginu og ekki lengur en 15 mín eftir uppgefinn tíma.
3.1.2 Ef lið vilja fá leiknum frestað skal hafa samráð við umsjónarmenn deildarinar.
3.2 Ef leikir eru ekki spilaðir innan 2 daga frá upprunalegum leikdegi fær hvorugt lið stig.
3.3 Leikmenn skuli vera komnir inn á serverinn 10-15 mín fyrir leik. Að vera komnir á slaginu telst vera að mæta of seint.
3.4 Leaderar klana skuli 2 dögum fyrir leik staðfesta leiki sína. Láta skal adminna vita um allar breytingar á tíma.
3.5 Leikirnir skulu spilaðir kl 22:00 (getur breyst ef menn styðja þetta ekki)


4. Leikirnir

4.1 Leikirnir skulu fara heiðarlega fram.
4.2 Það verða alltaf Adminnar við hvern leik til að fylgjast með. (spurning með þetta samt sem áður)
4.3 Leikirnir skulu spilast 6 á móti 6 ,ekki skulu samt vera færri en 5 í hvoru liði.
4.4 Fyrir leik (pre-match) þá má tala um hvað sem þið viljið nema að rífast/grínast með andstæðinginn.
4.5 Þegar leikirnir hafa byrja má einungis stjórnandi liðsins tala við hitt liðið. Stjórnandinn má þá einungis benda á eitthvað eða spyrja hann spurningar um leikinn eða deildina
4.6 Ef leikmenn tala saman þá fá þeir viðvörun frá admin , ef þetta er gert í sífellu þá mun admin kicka leikmanninum útaf servernum og adminar ræða svo refsingum þessa leikmanns ,sem gæti falið í sér bann í deildinni.
4.7 Camp um flagg Þ.E.A.S. að sitja um flagg án þess að taka það getur leitt til þess að leikmanni verði sparkað úr deildinni eða refsað með leikbanni.
4.8 Spectatorar eru ekki leyfðir meðan leikir fara fram. Ef HLTV er á servernum þá er það alveg nógu góður kostur.
4.9 Hver leikmaður skal taka upp demo meðan leik stendur og einnig taka screenshot þegar leik lýkur (þegar það kemur upp loading… á miðjum skjánum)
4.10 Ef Demo/screenshot er ekki til staðar þegar á þess þarf fer sá leikmaður í eins leiks bann.
4.11 Script eru leyfð að því leiti að þau gefi leikmanni ekki yfirtök á leiknum eins og t.d zoom,speedhax,wallhax ,script sem gefa liðinu upp hvar menn eru hverju sinni eru leyfð.

<br><br>#trance.is / www.trance.is
[GoD]DeadByDawn
Dj Tommi (Trance)
<i><u><b>Mauser98 Sagði “allt líf mun brenna, og það mun rýsa upp hinn 3 heimur, og þau kölluðu þann heim..DOD!!”</b></u></i