Yah Trópí Has Expired!
Fæ mér trópí. Stundum grapefruit, stundum ekki.
Með þessu fæ ég mér hrísmjólk, allt annað en með karamellu drasli.
Það sem mér finnst samt geggjað gott er að kaupa sér sviðasultu, fara með hana heim í frystinn og halda henni þar yfir nóttina.
Daginn eftir er sviðasultan orðin frosin og auðétanleg beint úr umbúðunum.
Svo eru auðvitað kanilsnúðarnir snilld, en yfirvinna samt ekki hið sterka bragð sviðasultunnar. Mér líkar vel við páfagauka en þeir tala samt of mikið.
Svo er náttla málið með alvöru mat, kaupa sér salat og pylsur og setja pylsuna í örbylgjuna. Setjið pylsuna svo í pylsu brauð, ost undir og smá hráan lauk. Setið þetta aftur í örbylgjuna í stutta stund, eða þartil þið sjáið að osturinn er að bráðna.
Þið notið sósu að eigin vild útá þennan gómsæta rétt, og salatið er virkilega frískandi sem meðlæti.
Gosdrykki forðast ég á lani, en drekk þó kók við og við vegna sterkrar koffín fíknar. Forðist það að kaupa mikið í einu af drykkjum til að spara ferðir. Best er að kaupa mat í eina máltíð í einu, en forðast þungan mat eins og snakk og þvíumlíkt.
Þannig farið þið fleiri hressandi ferðir út í búð að kaupa ferskan mat.
Þá þurfið þið ekki að drekka volga drykki eða kaldan mat.
Þið eruð alltaf með hressandi kaldan trópí við hendina.
Við erum hér að tala um munch skillz, sem hafa þróast gegnum margar ára LAN reynslu.
Vona að þið uppgötvið að óhollusta á lönum er af hinum vonda, þið verðið mun myglaðri og fáið óbragð í munninn.
Kaupið frekar lífrænan og hressandi mat, það heldur ykkur vakandi og í góðu skapi.<br><br>__________________
<b>skaarjking skrifaði:</b><br><hr><i>Engin skal keyra linux sem heimilistölvu nema hann sé lítið efnaður. Linux skal eingöngu vera notað af servers og hackers.</i><br><hr><font color=“gray”>Adios</font><font color=“#FF9950”>//</font><font color=“gray”>izelord</font> <font color=“white”> xxxxx</font><font color=“#FF00FF”><a href="
http://www.sogamed.com/member.php?id=147684">•</a></font