Hin íslenska NS hjálp.


Sælir, áhugamenn um Natural Selection!

Á eftir fylgir “guide” eða hjálparskjal um NS. Ég mun reyna að byggja það upp rétt, þannig að ég útskýri hugtak eða skammstöfun áður en ég nota það/hana frjálslega. Ég mun notast við (og útskýra) algengar skammstafanir og “NS mál” í hjálpinni svo að lesendur venjist notkun þeirra, og skilji þær fullvel á serverum.


Það er margt við NS sem maður veit ekki um fyrr en eftir vikur af spilun. Nauðsynlega hluti eins og að Commanderinn getur gefið waypoints fatta menn stundum ekki fyrr en eftir marga leiki. Og það er erfitt að “byggja siege og scanna hive-ið”, og “taka PG til Viaduct, strax!” ef maður veit ekki hvað þessi hugtök þýða. Það er örugglega margt sem ég veit ekki um NS, eða yfirsést hér í greininni og viðbætur við hjálpina eru velkomnar í svörum. Til dæmis var ég bara að fatta það í gær að teammates sem eru með þér í Squad eru grænir á overhead mappinu en ekki hvítir eins og hinir (það var ekki minnst einu orði á það í NS 2.0 changelog listanum).

Ég mun ekki blanda NS sögunni (backstory) eða vísindaútskýringum í dæmið hér. Spurningum eins og “Af hverju eru Marines og Aliens eru að berjast og af hverju í svona borðum?”, “Hvað eru The Kharaa?” o.s.frm verður ekki svarað hér, kannski í annarri grein. Þetta er gameplay grein. Ef þið viljið kynnast sögunni og sci-fi útskýringunum, þá er um að gera að opna leiðbeiningarnar (manualinn) með Start Menu>All Programs/Programs>Natural Selection 2.0>Natural Selection Online Manual. Í þessu skjali er að finna leiðbeiningar sagðar “in character” af einhverjum TSA military gaur, auk linka í NS sögur (fagmannlega skrifaðar af þekktum rithöfundi, og skemmtilegar) á NS síðunni (“World” takkinn, á www.natural-selection.org). En eins og ég segi þá er þetta “pure gameplay manual”. Ef þið lesið “official manual-inn”, hafið þá í huga að hann hefur ekki verið uppfærður með 2.0 gögnum þannig að gameplay upplýsingar í honum eru rangar á köflum.

Nákvæmar lýsingar og stats á einstökum byggingum, vopnum, abilities og upgrades eru að finna í grein QuriTs (http://www.hugi.is/hl/greinar.php?grein_id=16333026). Hann gaf út greinina sína þegar ég var vel á veg kominn með mína, en ég var ekki byrjaður á stats og info um einstaka hluti. Þannig að ég var að sjálfsögðu ekkert að endurtaka hans vinnu.


En allavega, án frekari tafa, greinin skiptist í eftirfarandi yfirkafla og undirkafla:

>Leikreglur:
>Grunnhugtök:
*Kortið
*Resources
*Commander
*Nýja Hotkey kerfið hjá Commandernum
*Hive sight
*Hive
>Ítarlegri hugtök, ráðleggingar og aðferðir
*Siege
*Scan
*Turret Farm
*Mikilvægi Welder-sins
*Almennar ráðleggingar fyrir Marines
*Healing base og MC Turbo heal
*Lerkinn er support class
*Almennar ráðleggingar fyrir Aliens

>NS-Íslensk orðabók
*Hjá/Um Marines
*Hjá/Um Aliens
*Almennt/Bæði lið
*Áttavita-kortatalsmátinn

===||Leikreglur:||===

Það er frekar leiðinlegt að margir nýir skuli mæta inn á server og spila (og dæma) leikinn án þess að vita hvernig maður vinnur. Það er náttúrulega fáránleg spilun. En leikreglurnar eru einfaldar:

Það eru tvö lið: “Frontiersmen”(Marines, stundum stytt í “Rines”) og “Kharaa”(Aliens). Liðin eiga að *útrýma* hvort öðru, þ.e. tryggja að óvinurinn geti ekki spawn-að og drepa þá síðan. En hvernig er þetta gert? Aliens eyðileggja Infantry Portals hjá Marines og Marines eyðileggja Hives hjá Aliens. Ok hljómar nógu einfalt, en hvað þýða öll þessi hugtök?







===||Grunnhugtök:||===




Kortið

Áður en ég byrja á neinu vil ég minnast á nýja “c mappið” (overhead map, kort af borðinu) sem allir hafa til umráða í NS 2.0. Default bindingin á það er “c”, það á að halda takkanum inni. Það er einfaldlega geðveiki, virkilega nett og gerir alla taktíska samhæfingu (og ratvísi, lol) auðveldari. Þú sérð hvernig mappið liggur, hvar þú ert (grænn marine, eða alien sem snýst og hreyfist með þér), hvar liðsfélagar þínir eru (alveg eins og með þig nema hvítt icon.) og hvar byggingarnar (þar með base-in) ykkar eru. Þú sérð líka rauð icon fyrir óvina byggingar og leikmenn, þegar einhver í þínu liði sér þau.




Resources: (Stytting: Res, ísl. þýðing: Auðlindir, sumir vilja kalla þetta “pening”)

Það má segja að res sé það sem leikurinn snýst um. Þetta er “nanó-slurp” sem er notað til að byggja allt hjá Aliens og Marines. Það er mælt í resource points (RPs). Liðin geta aukið “res flæðið” inn til sín með því að byggja Resource Tower (rt) ofan á Resource Nozzle (stútur sem hvít gufa kemur upp úr, merktur inn á “c kortið” sem grár kassi). Í 2.0 held ég að Res Towerinn byrji ekki að gefa af sér fyrr en hann sé búinn að vera þarna í 120 sek eða eitthvað. Því fleiri RTs sem lið því meira res flæði til þess liðs. En, hafið í huga að “res” getur þýtt margt. Það getur þýtt:

A) Einingar af res (resource points, RPs).
B) Resource Node (oft kallað “node” til aðgreiningar frá “res”).
C) Resource Tower (kallað RT til aðgreiningar frá res).

Einnig, í 2.0, er hægt að græða smá res með kills (1-3 res fyrir hvert) en það er ekki jafn mikilvægt og að stjórna res nodes. En hvernig er svo kerfið?

Res kerfið hefur verið einfaldað mikið í 2.0. Nú er ekki lengur dauði fyrir aliens að vera með marga Gorge (skepnan sem sér um að byggja hjá Aliens). Núna deilist res jafnt milli allra í Alien liðinu (því fleiri RTs því hraðar fær hver einstaklingur res), en res fyrir kills eru persónuleg hjá aliens. Allt res er, sem fyrr, í einum banka hjá marines, líka það sem grætt er fyrir kills. Commanderinn er sá eini sem getur eytt þessu res. Allir marines geta þó séð hvað mikið res liðið er með (til að sjá hvort commanderinn eigi efni á því sem maður biður um)

Hafið í huga að *res er tími*. Þú færð res, mishægt að vísu, en hægt með tímanum. Ef þú eyðileggur eitthvað hjá hinu liðinu þá tekur tíma fyrir þá að safna fyrir því aftur. Ef þú eyðir öllu byrjunar res-inu, án þess að byggja neitt RT í byrjun (sem commander eða gorge), þá ertu í djúpum skít. Að safna fyrir að byggja RT, meðan þú ert bara með 1 RT til að gefa þér res flæði, tekur laaangan tíma. Tími sem óvinurinn mun nota til að komast fram úr þér.




Commander: (stytting: Comm.)

Sá sem öllu ræður hjá Marines. Commanderinn ræður hvar og hvað skuli byggt (commanderinn “droppar” byggingunum, marine byggir), hvað skuli uppfært, rannsakað og framleitt (“keypt”, t.d. vopn og útbúnaður) Til dæmis eru fyrstu skyldur commandersins í leik að byggja allavega eitt Infantry Portal (til að fólk geti respawnað eftir dauða) og Armory (til að fólk geti fengið ammo). Sjá grein QuriTs um hvað einstakar byggingar gera og kosta. Ennfremur ræður Comminn hvar skuli “scannað” og hvert menn eru sendir og hvað þeir eiga að gera. Þetta þarf hann allt að sjóða saman í herkænskubrögð og aðgerðir. Eins og þið sjáið er starf commandersins ekki beint það auðveldasta, en það er misskilningur að halda að góður Comm geti unnið allt. Besti Comm í heimi væri ekkert án þess að hafa góða marines undir sinni stjórn.
Til þess að liðið eignist commander í byrjun þarf einhver að logga sig inn í Command Console-ið (oft kallað console, comm chair eða CC) með “use” takkanum (default: e). Þá fær hann upp “Command Interface” eða stjórnunarviðmótið. Það lítur út og virkar ekki ósvipað og í Starcraft (og öðrum Real Time Strategy leikjum). Þetta er áþreifanlegasta sönnun þess að NS er blanda af RTS og FPS (First Person Shooter). Þú horfir niður á allt að ofan, og getur valið leikmenn og byggingar með því að LMB (left mouse button) smella á þær/þá eða halda LMB inni og draga box utan um fólk sem þú vilt velja. Síðan hægrismellirðu (RMB) á þann stað sem þú vilt að Marine(s) fari á. Þeir heyra skilaboð og sjá waypoint (WP) í stefnuna og það er eins gott að þeir fylgi honum =P. Það er skylda Commandersins að samhæfa Marine liðið með waypoints (WPs), og skylda hermannsins að fylgja skipunum. Það opnast ýmsir valmöguleikar við það að LMB smella á hinar ýmsu byggingar, valmöguleikar um uppfærslur og tækni sem hægt er að koma upp í byggingunum, og líka möguleikinn að “endurvinna” (selja, recycla) hana fyrir hluta af peningnum aftur. Það tekur smá tíma að “selja” byggingar svo þú getir ekki selt byggingu í flýti rétt áður en hún er eyðilögð.
Algengustu og mikilvægustu “aðgerðir” sem commander gerir eru:
Að byggja base í byrjun (verður að innihalda allavega 1 IP og Armory).Byggja fleiri RTs heldur en þennan eina sem þú byrjar með. Byggja turrets til að verja ýmsa hluti (slatti af turrets er oft kallaður “turret farm” =P). Byggja base i hive-um svo aliens nái þeim ekki. Framkvæma “siege” (anti-base aðgerð, meira um það á eftir). Byggja Phase Gates (PG, Phase = fjarflutnings hlið) milli mikilvægra staða í borðinu.

Svo hefur gamli Commúnistinn fullt af nýjum brögðum í erminni í NS 2.0… til dæmis hefur “alert” (viðvarana) kerfið verið bætt til muna. Alltaf þegar marine biður um skipanir, health eða ammo þá fær Comminn lítinn takka vinstra megin á skjánum með mynd af marine, health pack, eða ammo pack. Ef þú smellir á þennan litla takka, færðu marine-inn sem bað um skipanir/health/ammo strax upp á miðjan skjáinn. Það er líka hringlaga takki með mynd af marine í efra vinstra horninu, þar sem res magnið stendur. Það er “select all” takki, sem velur alla marines, og er mjög nytsamlegur í stórum aðgerðum og neyðartilfellum. Þú getur líka skipt liðinu þínu í allt að 5 “Squads” innan liðsins í NS 2.0. Þú velur þá sem þú vilt hafa saman í Squad, og ýtir á Crouch (shift eða Ctrl mjög líklega)+1, 2, 3, 4 eða 5. Til dæmis, ég vel 3 marines sem eru góðir saman og ýti á crouch+1. Ég heyri kven-tölvu röddina segja: “Squad 1” og þeir heyra karlmanns Commander röddina segja: “You´re squad 1” og nú stendur neðst á miðjum skjánum þeirra: “You are in squad 1”. Þegar þú ert settur í squad með öðrum þá ert þú ekki lengur sá eini sem er grænn á “c mappinu” þínu, heldur eru allir sem eru með þér í squad grænir, bæði á litla mini-mappinu og “c mappinu”. Þegar commander er búinn að setja fólk í squad 1 þarf hann bara að ýta á “1” eða smella á squad-ið uppi í einum af fimm squad reitunum. Hann sér squad-ið blikka rautt þarna uppi ef það er verið að ráðast á þá. Það má líka setja byggingar í squad og það getur verið mjög hentugt í ýmsum tilfellum.
Crouch takkinn er líka notaður til þess að “toggle-a” selection á hlutum sem commander. Ef þú velur 5 marines en ætlaðir bara að velja 4 geturðu haldið inni crouch takkanum og smellt á fimmta gaurinn til þess að “af-velja” hann. Líka ef þú heldur inni voice takkanum OG crouch takkanum þá geturðu talað bara við þá rines sem eru valdir.

Almennilegir “Hotkeys” er eitthvað sem var mikið beðið um fyrir NS 2.0, og þetta eru bara besta hotkey kerfi sem ég hef séð! Það virkar þannig:




Nýja Hotkey kerfið hjá Commandernum:

Eins og þið munuð taka eftir hjá Commandernum, þá er þetta “takkaborð” hjá honum neðst hægra megin á skjánum samansett af 4x3 = 12 reitum (fjórum láréttum röðum, þrem lóðréttum). Efstu reitirnir eru fjórir yfirflokkar af hlutum sem hann getur “droppað” í mappið, hinir reitirnir eru fyrir hluti sem eiga heima í þessum flokkum, NEMA sá sem er neðst til hægri, hann er alltaf geymdur fyrir “Cancel” (hætta við Research eða Upgrade) og “Recycle”, takkar sem þú vilt EKKI reka þig í.
En allavega, hinir fjórir yfirflokkar eru: Build, Advanced, Assist og Equip. “Build” inniheldur byggingar, “Advanced” háþróaðar tæknibyggingar, “Assist” Ammo og Health pakka og “Equip” allt sem Marine gæti hugsanlega borið, frá vopnum til útbúnaðar…….. En hér kemur snilldin: Í staðinn fyrir að byggja “heitlyklana” (=P) á því hvaða stafur er fyrstur í orðinu eins og í flestum öðrum leikjum, þá bjuggu þeir til ímyndað 4x3 Commander “takkaborð” á lyklaborði heimilistölvunnar. Þessir takkar eru (ein röð í einu) qwer, asdf, og zxcv. Efsta röðin, qwer, er fyrir yfirflokkana: Build, Advanced, Assist og Equip. Hinir takkarnir eru fyrir hluti í flokkunum, NEMA “v”… hann er geymdur (rétt eins og reiturinn á “Comm takkaborðinu”) fyrir “Cancel” og “Recycle”. Þetta kerfi er mjög hentug, því nú ertu með takkana þétt saman, þetta er mjög þægilegt kerfi og auðvelt í notkun. Comm sem notar þessa hotkeys er miklu fljótari að öllu heldur en sá sem gerir það ekki.
ATH samt, þessir hotkeys taka yfir aðra lykla sem þú notar sem marine þannig að það eru miklar líkur á að þetta taki yfir “voice” takkann hjá þér (eins og hjá mér, minn var “x”). Ég prófaði mig út úr þessu, reyndi mouse button 4 sem er þægilegt hjá marine en virkar ekki heldur hjá Comm. Þá bindaði ég “Alt” sem secondary takka fyrir voice og hann virkar frábærlega hjá comm, truflar ekkert annað, en ég mæli ekki með að nota hann hjá marine, því maður á það til að kíkja á “Score” listann (tab) ásamt því að tala sem marine, og Alt + Tab = minimizar leikinn og ferð í windows = Viðbjóður.




Hive sight:


“Hive sight” er nokkurskonar commander hjá aliens, þ.e.a.s. hjálpar þeim að samhæfa sig. Aliens deila sjón sinni gegnum þetta fyrirbæri. Þegar þú lítur í kringum þig sérðu fullt af táknum sem standa fyrir ákveðna hluti sem eru á bak við veggi (þú sérð ekkert tákn ef það er enginn veggur á milli ykkar, bara hlutinn sjálfann) . Ef þú horfir beint á eitthvað eitt tákn þá færðu nánari textalýsingu á því heldur en táknið eitt segir.

Hér er listi yfir merkingu táknanna og hvaða info texti kemur ef þú horfir beint á táknið:

*Gulir púlsandi punktar, eins og hjartsláttur = Hive (-staður).
Info Texti: Stendur alltaf undir þeim “Hive” og undir því hvaða hive (“Equilibrium Regulation” t.d.)

*Grænn punktur = Player sem er Gorge, skepnan sem byggir. Verja hann.
Info Texti: Nafn players-ins

*Rauður punktur = Eitthvað sem er að meiða sig, bygging eða player under attack (þú heyrir skilaboð um hvort það er Structure, Resource Tower, Life Form eða Hive sem er under attack). Þú ættir verulega að íhuga að fara þangað og hjálpa til, sérstaklega ef þetta er RT og SÉRSTAKLEGA ef þetta er Hive. Sama hvað þetta er þá er þetta tækifæri til að ráðast á marines meðan þeir eru uppteknir við að ráðast á eitthvað annað.
Hafið í huga, þegar þið eruð Marine, að aliens fá viðvörun um leið og þið meiðið hive-ið þeirra, þannig að eins gott að þið séuð tilbúnir þegar þið byrjið að skjóta.
Info Texti: Stendur nákvæmlega hvað eða hver er under attack)

Hvítur punktur = Liðsfélaga alien (sem er ekki Gorge).
Info Texti: Nafn players-ins

Svart tóm, umlukið glóandi gulum ljóshring = Marine eða marine bygging sem hefur verið “merkt” með parasite (sníkjudýri… “Vopn” nr. 2 hjá Skulk, sjá grein QuriTs). Þetta getur líka verið marine, kannski bygging sem liðsfélaga alien er að horfa á. Þið deilið sjóninni svona. Það sem einn sér, það sjá allir.
Enginn Info Texti.

Rauðir púlsandi hringir = Marines sem þú sérð í gegnum veggi innan ákveðins radíuss með hjálp “Scent of Fear” uppfærslunnar (Evolve Upgrade)
Enginn Info Texti.




Hive: (ísl. þýðing: Bú (eins og í geitungabú))

Hive-ið er mikilvægasta byggingin hjá Aliens. Þær spawna úr því (því fleiri hives því fleiri geta spawnað í einu = hraðara spawn hjá liðinu), þær fá healing þegar þær standa nálægt því og því fleiri hives sem aliens eiga, því fleiri, og öflugri, vopn (eða öllu heldur hæfileika, þeir virka bara eins og vopn í Half-Life og eru valin með 1, 2, 3, 4 tökkunum) geta þau notað. Eitt hive leyfir líka byggingu á einni af þremur tegundum “Uppfærslubygginga” (Defence Chamber, Movement Chamber og Sensory Chamber, það er fjallað um þá í grein QuriTs). Ef þú byggir týpu A, með fyrsta hive-inu, þá verðurðu að byggja annað hive áður en þú mátt velja um týpu B eða C. Einnig sérðu lista yfir Hive staði í efra hægra horninu á skjánum. Þar getur þú séð hvar liðið er með hive og hversu langt þau eru komin (ef verið er að byggja þau), auk þess sem hægt er að sjá hvaða uppfærslubyggingar eru bundnar við hvert hive (allt þetta sérðu myndrænt).
Hive hangir niður úr loftinu á svokölluðum “Hive Stöðum” (Hive Locations, oft bara kallað hive). Þessir staðir eru merktir inn á “c mappið” með mynd af hive-i. Aliens byrja með eitt hive á einhverjum af þrem mögulegum hive stöðum í hverju mappi (dæmi: Eclipse Command, Computer Core, Maintainance Access. Þetta eru hive-in í mappinu ns_eclipse). Það má aðeins byggja hive á hive stað (söguþráðurinn í manualnum útskýrir af hverju, hann útskýrir líka hvernig hive sight “virkar”). Hive (-staðir) sjást alltaf á mappinu (sjá “Hive Sight” að ofan). Það er gott að læra nöfnin á hive-unum á kortinu utan að því það er oft mikið barist um þau. Hive-in eru alltaf við endamörk mappsins, úti í horni eða við “kant”. Þess vegna er auðvelt fyrir þá sem ekki kunna hive nöfn utan að að tala um “suður” hive (neðst á korti) eða norð-austur hive (efst í hægra horni), til dæmis. Meira um svona talsmáta á eftir.






===||Ítarlegri hugtök, ráðleggingar og aðferðir.||===




Siege: (ísl. þýðing á nafnorði: Umsátur (um kastala t.d.)……. ísl þýðing á lýsingarorði: Siege-eitthvað er hlutur sem er sérstaklega gerður til þess að sigrast á sterkum vörnum (Siege Equipment, Siege Weaponry, Siege Cannon)

Siege í NS gengur þannig fyrir sig að Marines finna sér stað sæmilega nálægt hive-i eða sterkum Alien vörnum, byggja TF (Turret Factory), uppfæra hana í Advanced TF og byggja allavega eina Siege Cannon (byssa sem getur skotið byggingar gegnum veggi) hjá henni. Til að Siege Cannon geti skotið þarf að “spotta” óvina byggingar innan “range” cannon-sins (comminn sér það sem grænt svæði þegar hann LMB smellir á Siege Cannon-ið), annaðhvort með því að marine horfi á bygginguna eða að Commanderinn scan-i hana (meira um scan á eftir). Klókur comm byggir oft 2-3 Siege Cannons, áður en hann scannar. Þá er vandamálið orðið mun stærra fyrir Aliens þegar aliens vita loksins af því, og þær hafa minni tíma til að bregðast við áður en draslið þeirra verður eyðilagt. Það fer eftir aðstæðum og res-i, hvort menn byggja turrets til að verja siege-ið, armory fyrir rines sem eru að verja siege-ið og PG (phase gate) svo menn geti verið fljótir þangað frá spawni. Rines gætu byggt þetta allt eða ekkert, fer eftir hvort það vantar og hvort það er hægt. Byggingarnar í heild sem sjá beint eða óbeint um siege-ið eru oft kallaðar siege base (as in “damn! we lost our siege base near Feedwater”)




Scan (ísl. þýðing: Skyrbjúgur…. nei djók: að athuga/skoða vandlega. “scan” er oft íslenskað þegar þarf að beygja það “shit, comm skannaðu!”)

Scan er framkvæmt í Observatory (obs) byggingunni hjá marines og er notað í heilmargt. Commander-inn getur notað það til að skoða hvar aliens byrjuðu og hvert þær hafa breiðst út (oft viturlegt að byggja Observatory í byrjun). Það sést allt í nokkrar sekúntur þar sem comminn scannar, hvort sem það er cloakað eða ekki. Þessvegna er það ekki bara notað til að afla upplýsinga, heldur líka í bardögum. Góður marine lætur Commanderinn vita að það sé sensory chamber (sens) nálægt þeim (hann sér það því aliens get hlaupið cloak-aðar á svæðinu) og góður comm myndi þá hjálpa þeim með því að scanna svæðið og finna sens-inn (gefa þeim waypoint á hann kannski líka). Þá geta marines tekið hann út.
Þannig að comminn skannar til þess að kanna svæði, hjálpa rines í bardögum og til að “spotta” fyrir siege. En siege krefst orku (25) og observatory hleður hana smám saman. Þess vegna er oft gott að eiga 2 observatory (ekki byggja þau bara einhversstaðar, þau sjá cloak-aða óvini á ágætum radíus og eru því góð í base-um og á mikilvægum stöðum). Það er frekar mikið vesen að finna observatory á mappinu, LMB smella á það, LMB smella síðan á “Scan” á “takkaborðinu” og LMB smella síðan á svæðið sem þú vilt skanna. Þessvegna mæli ég með að þið setjið observatory-ið á “Squad 5” (sjá “Commander” kaflann fyrir ofan). Þá er þetta mun fljótlegra: Ýtir á “5”, síðan “A” (hotkey fyrir scan, þegar obs er valið) og LMB smellir svo á svæðið sem þú vilt skanna. Scan er nefninlega eitthvað sem maður þarf oft að geta gert fljótt.




Turret Farm:

Það er sorglega algengt hvað margir commar klúðra því að byggja nag-helt turret farm (ekki nota skammstöfunina TF fyrir turret farm…. TF er Turret Factory). Þeir fatta ekki (kannski vegna þess að þeir hafa ekki prófað að vera skulk) að byggja *ekki bara turrets öðru megin*. Svoleiðis TF er kallað “blint”. Þá getur skulk skýlt sér fyrir turret-unum á bakvið TF-ið sjálft, og nagað TF-ið í sundur óáreittur. Þegar TF-ið er dautt, hætta allir turrets hjá því að virka, nema að það sé annað TF nálægt (sjaldgæft).

Með þessa vitneskju í huga er ljóst að auðveldasta aðferðin til að taka út turret farm er annaðhvort að finna svona veikan blett, eða búa hann til. Ef það eru 10 turrets öðru megin, og bara einn að verja bakhliðina, nagið þá þennan eina turret og kjamsið síðan á TF-inu, hlæjandi.

Hafið í huga að turret farm hentar ekki við allar aðstæður, mines og electricity upgrade koma líka til greina. Og ég er alltaf jafn hissa þegar fólk virðist halda að það vinni á því að hafa uber-turret farm í base-inu, þú ert bara lengur að tapa.


Mikilvægi Welder-sins:

QuriT er nú þegar búinn að fjalla um öll vopnin en samt langar mig að segja nokkur orð um welder-inn. Augljósasta mikilvægi hans er að það má laga byggingar með honum og taka út óvina byggingar án þess að eyða ammo. En það eru tvö notagildi fyrir hann sem færri vita um:

1) Að breyta mappinu: Marine getur notað welderinn til að breyta mappinu varanlega. Hann getur lokað ýmsum göngum og opnað ýmsar mikilvægar leiðir (allt sem hægt er að welda er merkt með gylltu logsuðu tákni). Dæmi: Í Hera þá er stór hurð á spawninu, en það er ekki hægt að komast út um hana. Það er hægt að fara lengri leið og koma að henn hinum megin. Þá getur maður weldað weld svæðið hjá henni og Voila! Marines komast mun auðveldlegar úr base-inu og út í mappið. Annað dæmi myndi vera hættuleg “loftræstigöng” (vents) sem leiða inn í marine spawn. Oftast ef ekki alltaf er hægt að loka fyrir þetta á hinum enda gangnanna.

2) Að laga armor hjá teammates: Sumir vilja meina að það eigi bara að gera þetta við Heavy Armor (HA) en ég er algjörlega ósammála. Armor er gífurlega mikilvægt í NS. Ef það er búið að eyðileggja allan armorinn hjá þér en ert með 100 í health ertu mjög berskjaldaður. Það borgar sig þvílíkt að welda teammates sem eru búnir að missa armor og mikilvægið eykst með hverju armor upgrade. Með lvl3 armor er venjulegur marine með 110 armor points… meira en health-ið! Þú getur séð hvað teammate er með mikið armor og health með því að horfa á hann. Ef þú færð welder, vertu viss um að skoða og welda armorinn hjá hverjum einasta teammate, hvort sem hann er heavy eða ekki (þó að HA hafi forgang því það er dýrara, og verra fyrir liðið að tapa því). Ef armorinn hjá þér er skemmdur, en gaurinn með þér á ekki welder, lánaðu honum þinn (“drop weapon” def. “g”) svo hann geti weldað þig.




Almennar ráðleggingar fyrir Marines:

1.) Gerðu það sem Commanderinn segir. Waypoints sem commanderinn gefur virðast oft ekki vera neitt af viti en í 90% tilvika er vit í þeim (slæmur comm gefur oftast ekki waypoints). Treystu commanum blint… það borgar sig. Ef comminn segir þér að fara í PG eða á waypoint *strax*…. ekki þá hlaða upp fullt ammo, klára að gera það sem þú varst að gera (nema það séu 5 sek eftir af því, annars getur það beðið), eða stoppa til að berjast við OCs (Offence Chambers, alien turrets) á leiðinni…. forðastu bardaga eins og þú getur til þess að sleppa heilu og höldnu á WP-inn (waypointinn).

2.) Nota PG: Ef þú getur stytt leiðina á WP með því að nota PG, gerðu það. Ef comminn segir að það sé PG nákvæmlega á WP-inum, þá muntu flytjast nákvæmlega á WP-inn. Þú gætir þurft að phase-a í gegnum nokkur önnur PG fyrst, PG flytja í hringrás eftir þeirri röð sem þau voru byggð (1 flytur til 2, 2 flytur til 3, 3 flytur til 1… Svona er það ef liðið á 3 PG)

3.) Mundu, næstum allt *er* res, og res vex ekki á trjám: Allt sem commanderinn byggir eða kaupir er res. Ef þú deyrð með HA/JP og/eða vopn þá er það res tapað. Ég er ekki að segja að þú eigir að rista á þér kviðinn fyrir að tapa res fyrir liðinu, vertu bara meðvitaður um hvað það kostar. Reyndu að lifa af og halda hópinn þegar þú ert “loaded” (með dýrt stuff á þér). Reyndu sömuleiðis að halda öðru fólki með dýrt stuff lifandi. Reyndu að hafa auga með byggingunum ykkar af og til (RT-um sérstaklega, það vita allir að það á að byggja þau en færri að það á að “halda” þeim til að græða) og welda þau ef þau eru skemmd. Sæktu welder ef þú þarft, segðu commanum hvað þú ætlar að gera með hann og hann er líklegri til að gefa þér hann… og ekki gleyma, halda armornum í góðu standi hjá fólki (þér líka) sem er með dýrt stuff.

4.) Ekki, ég endurtek EKKI campa á spawni eftir vopni eða stuffi (hvað þá spamma um það), sérstaklega ef commanderinn er búinn að gefa þér WP. Það er nóg að spyrja einu sinni, EF commanderinn á nóg res. Ef hann segir “nei”, segir eða gerir ekki neitt innan 10 sek (hann er oft stuttur í svörum eða getur ekki svarað því hann er mjög upptekinn maður), eða gefur þér WP…. *komdu þér þá af spawninu*. Ég man þegar NS 2.0 var nýkominn út (og ég var Comm) og einhver CS gaur, í clani sem heitir eftir ónefndu húsdýri, campaði á spawninu biðjandi um “big gun” frá upphafi til miðju leiksins… fór aldrei af spawni til að SPILA leikinn. Svo ákvað hann að þessi leikur sökkaði og fór. Nóg um það.

5.) Hjálpaðu Commanum að hjálpa þér. Ef þig vantar hp (health pack), ekki öskra “HEALTH!!”. Biddu um það sem þig vantar með RMB (Right Mouse Button) menu-inum (smelltu á hægri músartakkann, færðu músina til niður í “Comms”, síðan til hægri í “Yells” og þá færðu valmöguleikana: “Need Health” og “Need Ammo”. Þannig sendirðu Commanum þessa litlu takka til að zooma á þig sem ég minntist á í “Commander” kaflanum.

6.) Hafið í huga að Commanderinn á ekki að gefa öllum health, eða ammo, alltaf. Ef það væri meinið gerði hann ekkert annað, og hefði heldur ekki efni á neinu öðru (health kostar 2 res pakkinn, ammo líka). Já og ef þú vissir það ekki, þá á að fá sér ókeypis ammo í *armory*, nema í neyðartilfellum. Íhugaðu hvort það borgar sig í hverju tilfelli, frá sjónarmiði liðsins: Ert þú með dýrt stuff? Ert þú að verja eitthvað mikilvægt? Ert þú á hernaðarlega mikilvægum stað, eða langt frá base-inu? Ef ekki þá ertu ekki mjög mikilvægur =P.

7.) “1 build 1 cover”: Það er setning sem commanderinn segir oft við 2 marines sem hann skipar að byggja e-ð. Ef þið byggið báðir þá eru líkur á að annar ykkar eða þið báðir verði bitnir í bakið. Ekki treysta á að heyra í alien koma, þeir gætu verið með “Silence”.




Healing base og MC Turbo heal:

Healing base er það kallað þegar Aliens byggja nokkra DCs (Defence Chambers) saman í klump til að menn geti náð sér í hratt heal þar. Hafið í huga að það er aðeins hægt að fá heal frá *3 Defence Chambers í einu* (skv. manual-num), en það er ekki tekið fram að áhrif frá “heal spray” hjá gorge og healing nálægt hive-i geti ekki bæst ofan á það. Healing bases eru oft cloak-uð og/eða varin af OCs (Offence Chambers). Healing base eru sérstaklega nytsamleg á “heitum” svæðum eða þegar taka á óvina base út (attack-heal-attack).

MC (Movement Chamber) Turbo/Super/Uber/Mega heal er það kallað þegar gorge stendur nálægt 1 movement chamber eða fleirum og healar án afláts. Þar sem MC endurnýjar orku hjá allt að þremur Aliens í kringum sig þá getur gorge staðið með movement chamber(s) fyrir aftan sig og healað næstum án þess að energy klárist. Eins og þið takið fljótt eftir þá hafa aliens ekkert ammo, bara energy, sem hlaðast upp, og þeir nota í abilities. Þetta er betra heal heldur en frá DC(s) auk þess sem maður er fljótari að byggja 1 MC heldur en 3 DCs, en hefur þann galla að gorge þarf að vera viðstaddur. Oft er gott, þegar Onos eða margir minni þurfa heal fljótt, að byggja 1 MC, full heal-a alla og byggja síðan 3 DCs.




Lerkinn er support class:

Allir skjóta spikes og gera Spore Cloud (græna skýið sem meiði marines, aka “stinkcloud”), þegar þeir eru lerk. En færri vita af (eða nota) hina 2 (og miklu betri) hæfileikana sem hann hefur:
Umbra (gula skýið sem stoppar Marine byssukúlur), og Primal Scream (öskrið sem hann gerir til að boosta upp attack speed, movement speed og damage þolni (armor strength?) hjá sjálfum sér og öðrum í kringum hann.)
Þessir abilities geta ákvarðað útkomur í orrustum og ætti ekki að vanmeta. Umbra sérstaklega, sem er til oftar (þarf bara 2 hive) og getur bjargað lífum og hjálpað teammate-unum þínum að valta yfir marines sem ekki eiga grenade launcher (sem Umbra hefur engin áhrif á).




Almennar ráðleggingar fyrir Aliens:

1.) Bjargið res towerum! “Resource Tower is under attack” hljóðskilaboðin og rauði punkturinn (með textanum “Resource Tower is under attack” undir) koma út af gildri ástæðu. Allt liðið tapar á því að missa res tower.

2.) Leitið ykkur healing hjá gorge-um/Þegar þið eruð gorge heal-ið fólk í kringum ykkur: Ef gorginn tekur ekki eftir ykkur þá er gott að gefa frá ykkur hljóð með RMB menu-inum eða narta/slá/stanga aðeins í hann til að vekja hann frá byggingarstarfinu. Þegar þú ert gorge, kíktu á armor/health hjá teammates sem þú sérð, þeir gætu þurft heal en ekki beðið um það.

3.) Gefið liðinu upplýsingar um hvað þið gerið: Aliens hafa engan commander og því verða Aliens að nota hive sight og kjafta saman. Dæmi: Þú byggir healing base á vel földum en góðum stað í miðjunni á mappinu. Láttu alla vita af því, segðu hvað staðurinn heitir og/eða lýstu staðnum auðveldlega…. að þetta sé miðjan t.d. eða með afstöðu frá einhverjum stað sem allir þekkja. Eins og t.d. “ég byggi healing base og sens cover sunnan við double res” (mörg möpp hafa stað með 2 res nodes)

4.) Gefið liðinu upplýsingar um hvað óvinurinn gerir: Sömuleiðis skal láta vita um ferðir óvinarins (eins og þegar 3 marines eru á leið í holoroom, og gorge-inn er einn þar), og hvar óvinurinn er að byggja (svo þeir fái nú örugglega ekki að gera það í friði >P).

5.) Passaðu þig þegar þú ert Gorge: Þó að tilfellunum hafi fækkað gífurlega í 2.0 þá er ennþá mögulegt að festa samherja í byggingum. Ekki byggja of nálægt teammates, sérstaklega ekki þegar þeir eru Onos.
Ég hef líka lent í því að ef þú evolvar í Onos, undir modeli rétt fyrir ofan þig (hive í mínu tilfelli) þá geturðu fest þig þegar þú “stendur upp”. Ekki nógu sniðugt.

6.) Verjið players sem eru búnir að evolva í Fade eða Onos. Það er áfall fyrir liðið að missa þá (Fade kostar 50 res og Onos 100). Hikið ekki við að fórna ykkur fyrir þá ef þið eruð skulk eða gorge (gorge heal-ar þá meðan þeir sleppa, lerk myndi gera umbra)

7.) Ekki miss þig með web-inn. Web er snilldar ability en það er “kvóti” á honum, þ.e.a.s. hvað megar vera margir strengir af web í öllu borðinu. Ef þú klárar kvótann til að byggja eiffelturninn einhversstaðar þá geta hinir gorge-arnir ekki varið hive með web-num eða notað hann í neyðartilfellum á rines sem eru að skjóta á þá (fyrir þá sem ekki vita þá skýtur maður 2 staði með web “vopninu” og það kemur web strengur á milli þeirra).







===||NS-Íslensk orðabók.||===


Útskýringar á “NS máli” og skammstöfunum.
(sem ég kann að hafa úskýrt áður í greininni eða ekki)

Sjá grein QuriTs (http://www.hugi.is/hl/greinar.php?grein_id=16333026) fyrir lýsingar og stats á einstökum byggingum, vopnum og tegundum.




Hjá/Um Marines:

*Comm: Commander.
*Console/CC/chair: Command Console-ið. ATH: í mappinu ns_eclipse getur CC líka þýtt Computer Core hive-ið.
*IP: Infantry Portal (“mine the IPs”)
*TF/Tfac: Turret Factory
*turr: Turret
*turret farm: TF og turrets (sérstaklega þegar það er MIKIÐ af turrets)
*PG: Phase Gate
*PHASE!!!: Use the Phase Gate now!
*Rine: Marine
*humping the armory: Að eyða tíma í að hlaða upp fullt ammo, þegar þú þarft þess ekki og ættir að vera að flýta þér á waypointinn eða í PG-ið.
*Siege: Anti-Base aðgerðin sem fjallað var um í “Siege” kaflanum fyrir ofan.
*Obs: Observatory.
*Proto(lab): Prototype Lab
*MT/Motion: Motion Tracking
*LMG: Light Machine Gun (default rine vopnið, sumir vilja kalla hana “baunabyssu” en mér finnst hún fín)
*Shotty: Shotgun.
*HMG: Heavy Machine Gun.
*GL/Nade launcher: Grenade Launcher
*JP: Jetpack
*HA: Heavy Armor, eða gaur í HA.
*Heavy: Gaur í HA, oft með heavy byssu með. (stundum kallaður “RoboCop”)
*Heavy/HA train eða Heavy/HA convoy: “Lest” af HA gaurum sem ferðast um saman og weldar hvorn annan.
*WELD!!!: Lagaðu armorinn hjá mér með welder!
*Gaur sem hoppar á móti þér (með welder í hendinni ef hann á hann) blikkandi vasaljósinu: Weldaðu mig!
*Rambo: Að fara út einn og reyna að sigra aliens sjálfur (gera áras á hive einn t.d.), einhver sem rambo-ar
*Med pack/med/HP: Health Pack




Hjá/Um Aliens:

*DC: Defence Chamber
*MC: Movement Chamber
*Sens (chamber): Sensory Chamber
*Sens Cover(age): Cloak-ið sem sens chamber gefur. (“need sens coverage in processing”)
*OC: Offence Chamber, alien turret-inn.
*Cara: Carapace upgrade-ið
*Regen: Regeneration upgrade-ið
*Turbo Heal: Gorge heal með hjálp MC
*Gorging/Lerking/Fading/Onosing: Breyti mér í Gorge/Lerk/Fade/Onos.
*Fatty: Gorge
*Alien sem bítur/slær/stangar í þig þegar þú ert gorge: HEAL ME!!
*WoL: Wall of Lame. Veggur af OCs og DCs til að loka einhverri leið.
*Stinkcloud: Spore Cloud




Almennt/Bæði lið:

*Res: Resources, auðlindir, peningur
*RP: Resource Point, eining af res.
*Res node, res nozzle: “Stúturinn” sem hvíta gufan (“res”) kemur upp úr. (kallað í djóki “nipple” (“Comm, we need to grab some more nipples!”))
*Res Tower/RT: Resource Tower
*vent: loftræstigöng/þröng göng.
*ffs: For Fucks Sake (CS getur átt þetta gelgjulega omg)
*RR: Ready Room, herbergið sem allir byrja í og velja sér lið. Maður ýtir á f4 til að fara þangað aftur.
*ns: nice shot
*gg: good game
*gl: good luck
*hf: have fun
*kmr: kemur
*afaik: as far as I know
*omw: on my way
*newbie: einhver nýr í leiknum
*n00b: Neikvæðara orð um einhvern nýjan í leiknum. Stundum notað um nýtt fólk sem hlustar ekki, les sér ekki til, eða heldur að það viti allt.
*afk: away from keyboard
*brb: be right back




Áttavita-kortatalsmátinn.

Í leikjum með miklu teamplay og overhead kortum sem allir geta séð, þróast oft svona talsmáti. Það gerðist í NS eftir að “c mappið” kom í 2.0. Fyrir þá sem ekki vita þá eru áttirnar á kortum svona:

Norður = Upp, Suður = Niður, Vestur = Vinstri, Austur =Hægri.

Eða í myndrænu formi, svona:

———————————————————————-

norðvestur NORÐUR norðaustur


VESTUR AUSTUR


suðvestur SUÐUR suðaustur

———————————————————————–

Þannið að ef einhver segir: “rines byggja siege base norðan við double” þá á hann við “fyrir ofan” double res-ið, á kortinu.

Og ef einhver segir: “ég byggi suðaustur hive”, þá á hann við hive-ið í neðra hægra horninu.





Og ljúkum við hér Hinni Íslensku NS Hjálp.

Skemmtið ykkur vel í NS.


OBhave skrifaði og Uberman fór yfir.



Jónasgekkútíbúðogkeyptisérsmjörlíkienáleiðinniheimréðust dvergvaxnir feministar á Jónas og heimtuðu að hann afklæddistenlétekkidegannsígaþarsemhannvarvopnaðurbaunabyssuúrfimmtuvíddinnogkomþeimöllumfyirikattar nef.


Þetta bull var í boði Uberman Incorpotated, stuðningsaðila 6000 orða ritgerða (nettara að ná 6000 orðum heldur en 5900 og eitthvað) .
<br><br>NS: ARG
BF: ARG
ET: OBhave
UT2k3: ARG
í CS hét ég OBhave
í TFC hét ég [EN]OB1 (in ye olde days of 56k, yarr)