Ég sagði við sjálfann mig “Hrannar,10.Bekkur er að byrja,það er kominn tími til að hætta þessum óþverra” Ég byrjaði að hætta smátt og smátt í CS,loks þegar ég var kominn niðrí 30. Mínutur á dag virka daga og 2 tíma um helgar hætti þetta að vera erfitt.
Í byrjun Júní var mér boðið á LAN,ég ætlaði ekki að fara sökum þess að ég var kominn yfir Counter-Strike og að mér leittist hann.. eða allavega sagði ég sjálfum mér það en alltaf þegar ég fór í tölvuna sem var svona 75% af deginum og ætlaði að klikka á Veraldarvefs iconið þá færðist höndin að CS,ég gat ekkert að því gert en ég náði alltaf að gera “Quit” í Console þegar ég rankaði við mér á servernum….þetta var eins og black-out.
Ég fór á þetta LAN og reyndi að spila eins lítið og ég gat en á Laugardagskveldinu þegar ég kom heim fór ég beint aftur í Counter-Strike,þetta LAN hafði eyðilaggt alla þá vinnu er ég hafði unnið.
Ég byrjaði upp á nýtt og gekk mér mun betur í þetta skiptið byrjaði að æfa fótbolta aftur,sem ég hef ekki æft í 3 ár en það gekk ekki eins og vel.
Ég var kallaður feita bolla,CS nördi og allskyns ljótum viðurnöfnum. Loks hætti ég í fótbolta eftir 2 mánaða helvíti.
Ég byrjaði að fara út á kvöldin og hætti öllu skrimmeríi,byrjaði að leigja mér spólur með vinum mínum og meira segja talaði við stelpur. Lífið var gott,ég fór samt í tölvuna eins mikið bara spilaði ekki CS og var meira á nóttini í tölvunni eftir að hafa hangið úti og eins og vinir mínir kalla það “Tjillað”.
Loks kom að því að mig langaði að prófa CS aftur,bara smá,kannski eitt map..helst þá Aztec,en ég leyfði sjálfum mér það ekki og eyddi leiknum út,ég hefði átt að vera löngu búinn að því,loks braut ég HL-diskinn minn en hélt hulstrinu,það gegnir viðamiklu hlutverki í safni hulstra minna þar sem ég geymi DVD myndir,PS2 leiki & PC leiki.
Stuttu seinna eftir að ég braut diskinn byrjaði ég að spila Battlefield en ekki mikið,enda fannst mér ég ekki vera eins háður Battlefield eins og ég var Counter-Strike. Ég hætti brátt að spila Battlefield virka daga,spila hann bara um helgar og er ég mjög stoltur af sjálfum mér að hafa hætt að spila Counter-Strike.
Ef ég hefði ekki hætt þá væri ég alveg ábyggilega jafn háður honum ef ekki háðari,væri vaknandi 6 á morgnana til að spila hann,hugsandi um hann í skólanum og vinnunni og mig myndi sjálfsagt dreyma um hann á nóttini…
Í dag er ég vinnandi unglingur,stunda líkamsrækt í World Class og hlusta á gamalt rokk og spila á gítar,lífð hefur ekki verið betra síðan ég var smá krakki.
Takk Fyrir Lesturinn ; Kv.Hranna