Ég fór að spá í þessu, og það sem mér datt í hug voru fleirii riðlar og færri lið. Huxaði að hafa þetta 4 riðla, sem taka allt að 6 lið í hvern riðil. Og 4 efstu komast áfram. Sumsé 16 liða úrslit dagin eftir :) Þetta gefur fleiri liðum að leika báða dagana og í heild fleiri leiki. (miðað við klön sem detta út) Útkoman yrði 5 leikir fyrri dagin og 4 þann seinni. Þetta veldur því að seinni dagurin þarf að byrja fyrr svo hægt sé að skila af sér húsnæðinu á tíma.
Um helgina var þetta 9 leikir fyrri dagin og 3 þann seinni, og maður var bara tussu slappur eftir fyrri dagin. Að hafa 16 lið í undanúrslitum getur verið óneitanlega skemmtilegt, Þar sem slappari liðin komast áfram og þau geta auðvitað unnið hvern sem er á góðum degi, og svo fá þau skemmtilega keppni í “loosers bracket” hlutanum.
Þetta er miðað við 24 lið, sem er soldið meira en vanalega, en þetta leyfir fleiri manns að taka þátt í mótinu, og nú ef liðin verða kanski bara 22, þá verða bara 2 riðlar 5liða og 2riðlar 6 liða. En miðast alltaf við að 4 lið komist upp. Jafnvel þó að einn riðil gæti orðið 4 liða :)
Atari - sá hugmyndasnauði<BR