í áframhaldi af þessari umræðu sem séra Gísli stofnaði til þá ætla ég að pósta fram álit mitt á flestum ef ekki öllum möppunum og einni kem ég með orðaskýringar á þessum skammstöfunum mínum.
TP = Team play
TB = Team block
TK = Team kill
SMF = Single man flag
2MF = two man flag
(þið skiljið hvert ég er að fara (vona ég))
ég ætla að gefa þessum möppum einnig stiga gjöf eins og t.d
Anzio = 2.5/5 og mun 5 vera hæsta mögulega stigið.
Anzio. 2.5/5
Mér finnst þetta mapp vera allhrikalega leiðinlegt mapp ,fraggfest dauðans á þessu mappi alltaf þegar serverinn er fullur ekkert TP og TB er í massavís.
Flott mapp ,en leiðinlegt sökum ofspilunar.
Avalanche. 3/5
Fínt mapp en svipað og með Anzio þá er sama og ekkert TP og TB í massavís ,einnig finnst(fannst eiginlega frekar) mér það ofspilað. Mappið var ekkert bætt í nýrri dod útgáfu heldur var bara gert við mappið ,mætti vera stækkað og gert erfiðara fyrir allies að koma aftan að axis.
Caen. 4/5
Núna erum við komnir að mappi sem fólki fannst alveg hundleiðinlegt á puplic þegar 3.1 var og hét ,var kallað versta nooba mappið en ég er ekki sammála því , ég tel að litlu möppinn eins og anzio eigi þann titil að kallast noob'a möpp.
Núna finnst mér þessi útgáfa af caen vera allt í lagi en samt ekkert eins og það var að spila þetta sem USA vs AXIS ,bretarnir eru með svo miklar teygjubyssur að hálfa væri nóg , það mætti auka eitthvað í vopnabúrið hjá UK mönnum.
Flögginn eru öll single og það finnst mér persónulega vera galli á þessu mappi ,vildi ég að bæði miðju flögginn væru 2MF en nóg raus um það.
Charlie. 3.5/5
Þetta mapp finnst mér vera snilld ,sérstaklega þegar það er komið limit á klassana ,þá sniper , mg , og kar.
Þetta mapp getur verið alveg ógeðslega skemmtilegt þegar það er svona erfitt ,keppnis-skapið fer alveg með mann í þessu mappi þegar líkurnar á því að komast lifandi af ströndinni eru ekki meiri en 40% ,samt furðulega einfalt mapp fyrir allies að vinnu og ætti mappið að vera tvöfalt eins og gamla overlord var.
Chemille. 3/5
Þetta mapp finnst mér svipað og Anzio en álit mitt á þessu mappi fer hækkandi eftir því sem ég spila það oftar , en samt sem áður eru nokkrir gallar í því sem mér finnst mætti laga. Þetta er rush mapp , ef menn vilja sigra í þessu mappi verður að vera með bæði góðar varnir og vera með góða sprintera ,vont mál og mættu eitt eða tvö flögginn vera 2MF.
Donner. 5/5
Alveg einstaklega skemmtilegt mapp og finnst mér þetta vera verðugur arftaki af gamla thunder ,ég var kominn með algert ógeð af Thunder í 3.1 ,bæði ofspilað og svo var bara allt við það farið að fara í taugarnar á mér.
Allied spawnið í donner er það eina sem fer raunverulega í taugarnar á mér , það eru nokkrar leiðir af spawni en samt ekki nægilega langt á milli þeirra þannig að maður komist nánast óséður af spawni ef einhverjir asnakjálkar á puplic ákveða að spawn campa.
Flash. 2/5
Hérna erum við aftur komnir í litla ljóta mapp flokkinn sem anzio og chemille eru í ,þetta mapp finnst mér engan veginn henta í 32 manna puplic server ,þetta er hrikalega leiðinlegt mapp í fullum server , TP lítið og TB í massavís og TK'inn koma á hverju strái frá “triggerhappy” mg'um eða öðru
Forest. 3.5/5
Hérna kemur eitt besta mappið að mínu mati þrátt fyrir utan nokkra galla ,gallarnir vega samt lítið á móti kostum þessa mapps. Kostirnir eru það er stórt ,það er eiginlega eina mappið sem tekur 32 leikmenn. Þeir sem hafa á móti þessi mappi geta þá bara farið af servernum þegar þetta mapp kemur ,annars skil ég ekki af hverju fólk er á móti þessu mappi , smá fps drop er lítið gjald fyrir að spila alvöru tölvuleik.
Glider. 3/5
Fínasta mapp hér á ferð hef eiginlega ekkert meira um það að segja , eða jú , allies hafa það of auðvelt :P
Jagd.
1.5/5 (fær einungis þetta eina og hálfa stig fyrir axis objective'in)
jæja Jagd elskendur prepare for the HATE. þetta mapp er alveg drulluleiðinlegt mapp ,sérstaklega ef þú ert allies , það er bókstaflega ekkert TP í þessu mappi á puplic serverum ,það vill enginn allied maður campa við skriðdrekana og verja þá ,“úhh best að ‘reyna’ að verða fragg hóra” ég verð alveg einstaklega pirraður sem allied í þessu mappi ,sérstaklega þegar maður er nánast einn eftir við drekana. ‘Eg ætla nú ekki að eyða fleiri orðum á þennan skít sem ég skef undan hælum skóna minna.
Kalt. 3.5/5
Hérna er annað lítið mapp ,en það sem þetta hefur yfir hinum litlu möppunum er ræsið ,þessi ræsi eru alger snilld ,það er hægt að laumast alveg rosalega vel í þessu mappi í gegnum ræsinn , þetta mapp er jafnasta mapp sem ég veit um í dod í dag og fær það stóran plús í kladdanum mínum fyrir það.
Kraftstoff. 3/5
Enn eitt “objective” mappið ,þetta er ágætis mapp en að mínu mati vantar eitthvað annað markmið fyrir allies ,og dregur það mappið niður í stigum.
Merderet. 5/5
“Gameplay’ið” er ennþá hið sama í gamla góða ramelle ,mappið hefur verið bætt en einnig verið skemmilögð ein leið fyrir allies að komast að síðasta fána axis (glugginn á neðri hæð hússins þarna beint á móti þar sem aðalleiðinn af axis spawni er).Þetta er að mínu mati eitthvað skemmtilegasta mapp sem ég hef komist í tæri við ,fyrir utan auðvitað hin og þessi Custom borð sem ég hef prófað en það er annað mál. auðvitað hefði ég viljað að þetta mapp væri stærra en maður fær ekki allt sem maður vill ,einnig hefði ég viljað að brúinn væri 2MF í stað þess að bíða allann þennan tíma einn og yfirgefinn á brúnni.
Vicenza. 0.1/5
úff ég veit nú eiginlega ekki hvar ég ætti að byrja um að tala um þetta mapp , þetta er alveg hrikalegt mapp ,þetta hálfa stig kemur frá þessum fína sniper stað fyrir allies , meira segji ég ekki , því það er erfitt að koma tiifinningum mínum gagnvart þessu mappi í orð.
Zalec. 3/5
LANG besta “objective” mappið að mínu mati ,samt stór galli finnst mér að vera með skriðdrekana í því ,mér finnst að allies ættu ekki að “progressa” með því að eyða einhverjum skriðdrekum , þetta ættu frekar að vera flögg líka ,frekar einfalt fyrir allies að sprenja þessa dreka.
Núna vona ég að menn koma með útskýringar af hverju þeir þoli ekki hin og þessi möpp.
ég ætla mér hins vegar að halda áfram að spila sama hvað mapp er á servernum ,því jú DOD er besti multiplayer leikur sem ég hef prófað ,og ég er ekkert á leiðinni að hætta.
<br><br>#trance.is / www.trance.is
[GoD]DeadByDawn
Tommi Trance (af hverju Tommi Trance ???)