Því miður eru ekki allir jafn gæfusamir og þú að treysta öllum gagnvart þessu. Þetta er notað í tvennum tilgangi:
1. Finna uppi og henda út þeim sem stunda svindl í Counter-Strike. Beisiglí.
2. Sem fyrirbyggjandi tól sem hindrar ásakanir um svindl gagnvart liðum sem gera það ekki. Mikið er um erlendis að lið sem hafa farið illa með önnur hafa verið ásökuð um svindl án nokkurrar sönnunar. Þetta mun vega mikið sem sönnunarbyrði gagnvart því.
Ég er persónulega ekki sammála því að miklir “erfiðleikar” séu í kringum PB. Frekar kalla ég það minniháttar erfiðleikar þar sem einn og einn geti ekki notað hann (eða fái ekki leyfi til). Erfitt er að gera öllum til geðs varðandi þessa hluti. Við hins vegar ákváðum það að hafa Punkbuster frá fyrsta degi á mótinu samfara því að allir tækju Screenshots í byrjun hverrar umferðar. Þetta veitir öllum það öryggi að óhætt sé að lungað úr þessari “svindl” menningu sé útilokað frá netþjóni. Úti í hinum stóra leikjaheimi eru fá ef nokkur lið sem mótmæla því að nota PB. Við munum ekki vera eftir á í þeim efnunum.
Fáið ykkur allir Punkbuster, sérstaklega þau lið sem hafa áhuga á að spila erlendis, þám. í erlendum “stigum” og deildum
Gangi ykkur vel í framtíðinni.
[.Hate.]Dreitill
ICSN admin<BR