Hmm. Ef ég skil rétt hvernig punbkbuster virkar, þá er það alltaf clientinn sem opnar tengingu við serverinn. Punkbuster clientinn fylgist með logskrá sem halflife skrifar í. Þegar hann sér að halflife clientinn er að tengjast server, þá kemst hann að því hvaða punkbuster server sér um þann counterstrike server (spyr líklega master server að því) og hefur samband við hann með tcp á porti 24347.
Eldveggur sem blokkar bara incoming tenginar er því ekkert vandamál (og ekki NAT heldur). Eldveggur sem blokkar líka outgoing tenginar er hins vegar vandamál.
CCP eldveggurinn gæti verið þannig, en mér finnst þá skrítið að hann skuli ekki blokka counterstrike líka. Kannski er sérstaklega opnað fyrir counterstrike portin (og þá skil ég ekki af hverju ekki er líka hægt að opna sérstaklega fyrir battlecom og punkbuster) eða kannski er það bara tcp traffík sem er blokkuð á þennan hátt og udp traffík leyfð (counterstrike notar bara udp, punkbuster notar bara tcp). Það þætti mér frekar skrítið.
Svo veit ég ekki alveg hvað þú ert að meina með snifferana. Ég sé ekki að snifferar komi málinu neitt við nema hann færi að ná í einhver verðmæt gögn úr vinnunni eða telnetta sig inn á vél þar á meðan hann er utan eldveggsins. Hann getur nú bara sleppt því rétt á meðan hann er að spila :-)<BR