Tja, Gagarín er með misjafna reynslu af Loftneti Skýrr (2 mb tenginu (eða var hún 1mb? ekki viss)).
Við höfðum áhyggjur af löngum svartíma og pakkatapi, sérstaklega í lélegu skyggni (rigningu, t.d.) Það kom okkur skemmtilega á óvart hvað ping tíminn við fyrsta router Skyrr var góður. Það er soldið langt síðan þetta var og ég þori ekki alveg að fara með það hvort hann var undir 10ms eða um 20ms (ég man að það var eitthvað sem ég pingaði alltaf á 20ms, en hvort það var þessi fyrsti router eða eitthvað lengra frá, eins og ping.isnet.is, man ég ekki alveg). Það var allavega ekkert vandamál að spila leiki yfir Loftnetið. Veður virtist ekkert há okkur. Við vorum mjög ánægðir með þessa tengingu.
Svo kom eitthvað upp á. Ping tíminn rauk upp úr öllu valdi (fleiri hundruð ms, jafnvel nokkrar sekúndur) og varla hægt að browsa, hvað þá að spila. Það var ekki alveg ljóst hverju um var að kenna. Það voru einhverjur aular með napster servera og þessháttar kjaftæði og Skýrr kenndi því um (hvað voru þeir að fylgjast með því?), en ég sá oft hörmulegt ping á meðan ég var að keyra trafshow eða eitthvað svipað og sá enga óhóflega traffík sem gæti valdið því.
Á þessum tíma var verið að mála húsið með einhverjum krana sem var svo segulmagnaður að þegar hann var við vegginn sem tölvan mín var við, þá varð skjárinn minn rauður og grænn og liturinn hreyfðist með krananum þegar honum var lyft. Ég hef grun um að þessi krani hafi segulmagnað loftnetið okkar og valdið truflunum, þótt ég viti ekki hvort það trúleg skýring.
Anyhow, örbylgjutenging er mjög góð ef maður lendir ekki í einhverju svona freaky dæmi.
Þess ber að geta að við vorum tiltölulega nálægt loftnetinu þeirra uppi á Höfða.<BR