Ég irkaði mikið á árum áður og ég fékk bara flashback í þessum leik. Ég fékk reyndar meira flashback einu sinni þegar einhver með rcon vildi hafa shotguns only leik og hótaði að kicka þeim sem vildu ekki vera með í því. Svo kom annar rcon gæi inn og hótaði að taka af honum rcon aðganginn. Sheesh. Þetta var eins og versta op war.
Anyway, ég lærði eitt af op stríðum á irkinu: Það þarf að fara mjög, mjóg varlega í það að kicka eða hóta að kicka fólki sem maður er að rífast við því það lítur út eins og misnotkun valds í eigin þágu (og er það oft) og sá sem verður fyrir því telur sárlega brotið á sér. Fyrir þeim er þetta réttlætismál og menn verða mjög reiðir og sárir.
Ég var að reyna að fylgjast sem minnst með þessum Doofus (en svaraði samt camp vælinu í honum, sem ég hefði átt að sleppa) og tók því ekki vel eftir hvað gerðist undir lokin. Kickaðirðu honum? Hótaðirðu því? Ertu yfir höfuð með rcon á þessum server?
Mér finnst í lagi að kicka fólki með viðvörun ef það er að eyðileggja leikinn fyrir öllum, en það er slæm hugmynd að gera það þegar maður er sjálfur að rífast við manninn og er kannski orðið eitthvað heitt í hamsi. Þess vegna ættu rcon-hafa að halda sig sem lengst frá öllum rifrildum (og við hinir reyndar líka).
<sigh> Hvar er /ignore skipunin?
<BR