Ég var einn af þeim sem spiluðu CS með pingið í kringum 100, bullandi loss og laggaði svo feitt að ég nennti nánast ekki
að spila þennan leik lengur.
Maður var farinn að hugsa að bæta við hraðann á adsl tengingunni, 512kb væri bara einfaldlega ekki nóg.
Þar sem ég hafði ekki efni á að bæta við hraðann,
fór ég að pæla aðeins í þessari config.cfg skrá sem er
fællinn sem á að breyta til að koma þessum leik(ásamt öðru)
í það form að hægt sé að spila hann á netinu án þess að lagga.
Eftir þó nokkrar tilraunir á stillingum á config skránni
tókst mér að koma þessu í lag.
Ég spila CS núna með 10-30 í ping á öllum serverum,
er með 0 í loss og choke, 800x600 í upplausn með grafíkina í botni.
Ég er semsagt með sömu gæði og hraða í CS einsog þessi lansetur eru að bjóða uppá í dag (jájá ég er snillingur :) )
Nú eru sumir aðrir sem spila CS með 512kb adsl tengingu
í sömu vandræðum og ég var í sjálfur, þeir lagga feitt.
Að sjálfsögðu hefur aflið í tölvunni, vinnsluminni og skjákort mikið við því að segja hvort þú getur keyrt CS leikinn almennilega.
Málið er að ég ætla að bjóða þeim sem vilja Config skrána mína,
með leiðbeiningum sem ég fann á netinu sem segja manni hvernig
á að setja config fælinn upp þannig að laggið hverfi.
Þeir sem hafa áhuga sendið mér e-mail á kobbi999@yahoo.com ,
ég sendi þetta bara ef e-mailið ykkar er innanlands.
Þetta er free of charge
og engar kvaðir eða þessháttar sem hvíla á þessu.
Ef þið eruð að spyrja ykkur út af hverju ég er að þessu,
þá er það útaf því að ég er leiður á því að sjá marga kvarta undan laggi, bölva öðrum fyrir að lagga,
bölva svo símanum eða öðrum adsl miðlum fyrir of hátt ping
þegar að þetta er allt spurningaratriði hvernig
á að stilla config skrána.
OOOhhjá fyrir utan það á ég erfitt með að skjóta og hitta þá sem eru að lagga (margir skilja hvað ég á við)
Ég vona að greinin verði birt svo að einhverjir geta losnað undan
álögum laggsins.
Shake