Blessaðir CS spilarar,
Þrátt fyrir skilaboðin hans Revenants inn á korkana á hugi.is/hl, þá hefur þátttaka dvalað alveg rosalega fyrir cs.stuff.is þrátt fyrir margar “auglýsingar”. En eins og ég nefndi á vefsvæðinu, þá mun ég loka þann 18. apríl ef að hjálpinni er ekki viðhaldið og setti inn viðvörun þann 8. apríl um þetta og eingöngu ein ábending um skrá hefur komið allan þennan tíma.
Ég get bara ekki haldið þessu áfram með þessum hætti og á meðan er bandvíddinni minni, harðadiskaplássi og mínum frítíma eytt í að halda þessu uppi. Ég á ekki að þurfa að grípa til svona hátta til að reyna að láta fólk taka meiri þátt í þessu en ég neyðist til þess.
En ég er samt tilbúinn að gera málamiðlun…Ég er tilbúinn í að eyða einhverju af frítímanum mínum í þetta ef að einhver annar getur hýst þetta, hefur allt sem þarf (sjá <a href="http://cs.stuff.is/faq/“>cs.stuff.is/faq/</a> fyrir skilyrði) og lætur mig hafa réttindi til að sjá um þetta. Svæðið er 13 GB núna ef einhver hefur áhuga á að vita það.
Gagnasafninu ut.stuff.is verður líka lokað sé því ekki bjargað heldur.
Ef að gagnasafninu verður ekki bjargað, þá þakka ég þeim sem aðstoðuðu mig fyrir hjálpina.
Með kveðju,
Svavar Lúthersson (cs@stuff.is)<br><br>—-Fragman póstaði þessu——-
<a href=”mailto:fragman@stuff.is“>fragman@stuff.is</a> | MSN: fragman@internet.is | <a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=fragman“>Skilaboð</a> | <a href=”http://cs.stuff.is“>cs.stuff.is</a> | <a href=”http://ut.stuff.is">ut.stuff.is</a