Veit einhver hvernig stendur á því að ef ég er með rze's helper installaðann þá festist ég í crouch position ef ég held crouch takkanum lengur inni en ca. hálfa sek. Ef ég pikka aðeins á takkann þá beygi ég mig en stend strax aftur upp en ef ég held örlítið lengur inni þá festist ég. Og það er enginn leið að standa aftur upp. Sama hvað ég geri. Ég er búinn að kíkja í control options og ég er ekki með takkan bindaðann við duck toggle, bara duck. Þetta vandamál hvarf þegar ég uninstallaði rze's helper en kom svo aftur þegar ég installaði því upp á nýtt. Hefur einhver hugmynd um hvað gæti verið að?