Ég hef tekið eftir gífurlegri aukningu á höxurum á serverum, þá helst á mönnum sem eru augljóslega með allan pakkan, s.s. wallhax, aimbot, speedhax osfrv. Ég var rétt áðan að koma af maniunni og þar var einn útlendingur með allan pakkann. Þetta gerðist líka í gær þegar ég var að spila. Reyndar hefur etta gerst í hvert einasta skipti sem ég hef spilað seint á næturnar undanfarnar 3 vikur. Það leiðinlega við þessa augljósu haxera er að þeir eyðileggja algjörlega serverinn á meðan þeir eru á honum, og svona seint á kvöldin þá er enginn til að kicka þeim út og banna þá, ekki er hægt að vota þá út því að það hefur líklegast aldrei gerst í sögu maniunnar eða blast að allir viti hvað console er. Það sem ég vildi sjá að yrði gert í þessum málum er að auka fjölda þeirra sem eru með rcon. Nú eiga sumir eftir að rjúka upp til handa og fóta og halda að þá verði allt vaðandi í rcon abuse. Satt best að segja hef ég aldrei orðið var við rcon abuse. Held að flestir ráði alveg við það að hafa rcon, og ef einhverjir aðillar myndu misnota sitt rcon þá er ekki mikið mál að taka það af þeim.

*SpEaRs*Steam