Jæja, á morgun( mánudag ) verða mjög spennandi leikir, þeas. MurK vs Legion, og hinsvegar wM vs New Order. Og hérna er mín litla spá um þessa leiki:
<b>1 deild</b>:
MurK <b>vs</b> Legion
———————–
<b>MurK</b>: MurKararnir tóku ice mjög sannfærandi í de_nuke í seinustu umferð, og munu þeir mæta sterkir inn í de_dust2 á móti Legion. Þessir 5 MurK gaurar: Krissi, blibb, Zombie, knifah, Gambler hafa spilað mikið saman, og mun þeirra reynsla saman hjálpa þeim.
<b>Legion</b>: Legion er samansafn af hittnum einstaklingum, sem koma úr mjög sterkum clönum. Legion eru hinsvegar ekki búnir að spila jafn lengi saman. Cyru$ er búinn að vera í vandræðum með tölvuna sína, þannig ekki víst hvort hann spili. Legion munu koma alveg til með að standa í MurK.
<b>Spáin</b>: MurK 13 > 8 Legion
<b>2 deild</b>:
War Monkey's <b>vs</b> New Order
———————–
<b>War Monkey's</b>: wM eru búnir að spila frekar lengi saman. Ég er búinn að vera á LANi með þeim um helgina, og hefur það komið mér mjög á óvart, hvað þeir ná vel saman. Þeir búa yfir lítið þekktum spilurum, sem eru fáránlega hittnir, eins og zt3rn0x, 3xt0n og ReiNA, og eru fleiri hjá wM sem eru hittnir, sem eru ekki nefndir hér. wM hafa æft sig mikið í dust2 undanfarið, og verið að fá mjög góð úrslit úr því, og spái ég að wM taki úrslitaleikinn.
<b>New Order</b>: Það kom mér á óvart í de_nuke, hvað new order vörðust illa í nuke. Þeir rétt mörðu CT hlutann 7-5 eða 6-6 er ekki alveg viss. En New Order búa yfir sterkum spilurum, og tel ég að þeir munu standa mjög mikið í wM, og gera þennan leik mjög spennandi. New Order töpuðu eins og flestir vita fyrir wM í aztec, þar sem wM mættu sterkir til leiks og kafsigldu New Order.
<b>Spáin</b>: wM 13 > 7 New Order<br><br><a href="http://www.servorur.is/syn“>Synergy</a> ~ <a href=”mailto:fixer@fortress.is“>Fixer</a>
<a href=”http://www.hugi.is“>Hugi.is</a> / <a href=”http://www.hugi.is/hl“>Half-Life</a> admin
<a href=”http://www.fortress.is“>Fortress</a>.<a href=”http://www.counter-strike.net">CS</a> admin