Ég er ekki viss um að ég geti orðið að liði, en ég skal þó reyna að gera mitt besta.
Það fyrsta sem þú skalt gera er að fara í <b>Volume Controls</b> sem er vanalega niðri í hægra horninu á skjánum (ath, þetta er ekki stilling í TeamSpeak forritinu heldur stilling á hljóðkortinu). Farðu í <b>Options</b> flipann og veldu þar <b>Properties</b>. Efst ættirðu að sjá <b>Mixer device</b>, fyrir neðan það boxið <b>Adjust volume for</b> og neðst <b>Show the following volume controls</b>.
Byrjaðu á að stilla í miðju boxinu, hafðu þar stillt á <b>Playback</b>. Í neðsta boxinu skaltu leita að <b>Microphone</b>, ef þú finnur það, hakaðu við það og ýttu á <b>OK</b>.
Þá ættirðu að fá upp upphaflegu myndina, en það sem breyst hefur er það, að <b>Microphone</b> hefur bæst í hópinn. Hakaðu við <b>Mute</b> á honum.
Næst skaltu fara aftur í <b>Options</b> flipann og velja <b>Properties</b>, en nú skaltu velja <b>Recording</b> í miðju boxinu og passa að hafa eins og áður, hakað við <b>Microphone</b> í því neðsta.
Aftur ertu kominn í upphaflegu myndina, en nú ertu kominn í þær stillingar sem stjórna hljóðstyrk sem kemur inn á hljóðkortið. Finndu <b>Microphone</b> stillinguna, passaðu að það sé stillt á <b>Mute</b>, og ef það stendur <b>Select</b>, hakaðu við það.
Þá ættirðu að vera kominn með þær stillingar í lag sem hljóðkortið þarf að hafa. Næst er að fara í TeamSpeak og stilla það. Farðu í <b>Settings</b> flipann og veldu þar <b>Sound Input/Output Settings</b>. Þú ættir að sjá þarna þrjú box, farðu í boxið í miðjunni, <b>Voice Send Method</b>, og settu punkt í <b>Push to talk</b> og ýttu á <b>Set</b> takkann. Þá ættirðu að fá upp box og beiðni um að ýta á takka á lyklaborðinu. Veldu þér þá einn takka sem þú vilt nota til að tala á TeamSpeak, athugaðu að þú þarft að halda þessum takka inni til að tala í hvert skipti og um leið og þú sleppir honum, þá hættir TeamSpeak að taka upp, en heldur áfram um leið og þú ýtir aftur á hann. Þegar þú hefur svo valið þér takka til að nota, ýttu á hann og ýttu svo á <b>Close</b> takkann neðst á glugganum.
Nú ættirðu að vera búinn að stilla hljóðkortið rétt og TeamSpeak forritið einnig. Vona að þetta komi þér og fleirum að góðum notum.
Njótið vel.<br><br>[.<a href="http://www.1337.is/">GEGT1337</a>.]<a href=“mailto:gaulzi@1337.is”>gaulzi</a>
<a href="
http://www.hugi.is/“>Hugi.is</a> / <a href=”
http://www.hugi.is/hl/">Half-Life</a> admin