Varðandi títt nefnd og umtöluð Pizzu mál á Counter Strike stórmótinu Skjálfta, og það yfirgnæfandi fylgi sem Dominos pizzur virðast hafa meðal spilara, tel ég mig knúinn til að skerpa á einu varðandi það fyrirtæki sem mörgum er eflaust hulið:
Dominos vörumerkið, ásamt stórum hluta veitingastaða þess í bandaríkjunum, er að miklu leyti í eigu samtakana “The Moral Majority”. Það eru samtök Amerískra ofstækis kirkju fasista. Með pizzusölu fjármagna þessi mjög svo varhugaverðu samtök starfssemi sína. Efnis- og stefnuskrá þessara samtaka inniheldur meðal annars hluti einsog:
Bann eða stórfeld ritskoðun á ofbeldi og “klámi” (öll nekt eða kynferðislegir undirtónar) í almennum miðlum, ritskoðun og heftur aðgangur að rokki, hip hopi, pönki og annari siðspillandi tónlist og algert bann við öllu því sem inniheldur guðlast.
Þið hljótið hér með að sjá að þessi samtök sem þið viljið mörg hver óð og uppvæg styrkja, eru heiftarlega á móti counter-strike spilun, tala nú ekki um ef þeir frétta að fólk hlusti gjarnan á tónlist af illum meiði á meðan það spilar.
Því skora ég á mótshaldara stærstu Counter-Strike keppni landsins að gera ekki samning við leppmenn hins sanna öxuls hins illa í heiminum upp á nokkurhundruð þúsund króna viðskipti!
Hans Lingo
[.OmegaCrew.]Davahhh.P90