Því ég er alveg búinn að fá nóg af þeim.
Hér byrjar sorgleg saga, hún er stutt og leiðinleg en mér sýnist ég neiðast til að birta hana hér þó ég hafi reynt að komast hjá því lengi en sögusagninar eru orðnar of miklar og þetta er byrjað að skemma mannorð mitt svo hingað og ekki lengra.
Í haust keypti ég mér tölvu frá tölvulistanum, ok ég vissi að ég væri að taka áhættu með að kaupa frá ódýrum aðila en hafði ekki grun um að svona slæmt væri það.
Tölvan er voða öflug og með nýju 1.5 mb tengingunni minni ætlaði að fara að massa CS.
En það var einn hængur á, biosinn sem fylgdi með tölvunni ásamt driverum fyrir móbóið voru gallaðir. Þetta orsakaði svona 20-30 bluescreens á dag ásamt fullt af corrupted files og scandisk við hvert reboot.
Jæja á meðan ég gat spilað cs nennti ég ekki að láta kíkja á tölvuna (enda alveg grunlaus hvar vandinn lægi). Síðan einhverjum mánuðum seinna (þegar Valve voru eitthvað að uppfæra svindlvörnina sína) byrjaði þessi vandi að kicka mér útúr cs
Þær skýringar sem leikurinn gaf mér voru tvenns konar:
fyrst var þetta “incorrect model/sprite” sem stafaði af corrupted files á harða disknum.
Síðan byrjaði að koma “You have been kicked from this server beacuse of memory corruptin in your computer”. Þá var minnið eitthvað að klikka og varð ég að restarta til að flusha minnið. Ef ég gerði það ekki og gerði bara retry þá var ég oft bannaður af öllum secure serverum í 24 klst.
Þetta var að gera mig gráhæðan og var ég margsinnis búinn að reyna að fá aðstoð á ircinu og huga án árangurs.
Síðan kom stóru skellurinn: ég var að scrimma við GGRN (sem láner) og viti menn það kmr “memory corruption” ég hugsa með mér well ég tek sénsinn missi af of mörgum roundum við að gera restart og vel því retry og viti menn mér er kickað fyrir hax.
GGRN menn sjá að mér var kickað fyrir hax og allt fer í háloft í smá stund og heimta realnick (sem ég gef þeim kurteisilega) og allir eru sáttir. Einnig býð ég þeim að koma heim og specca tölvuna mína.
Eftir scrimmið talar GGRN-Xanthus við Hugo og athugar hvað þetta hafi verið og Hugo segir að þetta hafi ekki verið hax heldur einhver galli.
OK ég sé að nú sé nó komið og fer með tölvuna í viðgerð og þeir uppfæra bios + drivera (og rukka með um litlar 6000 kr sem ég ófús lét af hendi) og hefur ekkert klikkað síðan.
En nú er ég búinn að vera úti á sjó undafarið og því ekkert fylgst með cs heiminum en þegar ég kem til baka eru menn að kalla mig haxer hér og þar og sé ég nú að ég er á shitlist hjá fortress og því var ég tilneyddur til að skrifa þetta.
Þó ég efist nú ekki um að nú eiga enn fleiri eftir að kalla mig haxer þá vona ég að þetta komi einhverju til skila og þeir sem vita betur hætti að kalla mig haxer.
Að lokum vil ég þakka adminum á simnet og GGRN fyrir að tekið rétt á þessu en ég hugsa að ég spili ekki á fortress aftur og segi upp tengingunni minni hjá íslandssíma fyrir að skemma mannorð mitt.
Takk fyrir mig<br><br>—————————
CS:$everuZ
irc:SeveruZ
rl:pjesi