Skjálfti 1 | 2003
Skjálfti 1 | 2003, leikjamót Símans Internet, verður haldinn í íþróttahúsinu Digranesi við Skálaheiði í Kópavogi, helgina 14.-16. mars. Mótið er haldið í samvinnu við Skífuna, Sprite og Opin Kerfi. Mótsgjald er 3500 krónur, sem greiðist með reiðufé á staðnum. Viðskiptavinir með leikjaáskrift Símans Internets fá 1000 króna afslátt, og greiða því aðeins 2500 krónur. Allir þátttakendur fá bol, án auka greiðslu. Leikmenn þurfa að vera skráðir með leikjaáskrift við upphaf skráningar, til að hljóta afslátt/forgang.
Skráning hefst miðvikudaginn 19. febrúar, klukkan 18:00 stundvíslega, og stendur yfir til 28. febrúar. Slóðin á skráningu verður www.skjalfti.is/skraning. Athugið að einstaka greinar eiga ekki “frátekinn” vissan sætafjölda, svo ráðlegt er að skrá sig tímanlega. Skráningarkerfið verður aukinheldur eins og á síðustu mótum; fyrst þarf að skrá einstakling á mótið (einstaklingsskráning), en fyrir liðakeppnir þarf að stofna lið, og því næst að skrá leikmenn í liðið. Ef það reynist nauðsynlegt að takmarka fjölda liða í ákveðnum greinum gildir sú regla, að þau lið sem eru fyrst skráð komast inn, þau seinustu ekki. Hámarksþátttaka er 528 manns.
Mótsstaðurinn verður opinn alla helgina (24/3), en bannað verður að bera út tölvur og annan búnað eftir 23:00 föstudags- og laugardagskvöld. Specroom verður notað sem svefnpokapláss frá 2 að nóttu, til 10 að morgni.
Öll meðferð áfengis, og sýnileg ölvun, er STRANGLEGA bönnuð á mótsstað, þar með talið í svefnpokaplássi/specroom. Slíkt varðar við fyrirvaralausan brottrekstur, án endurgreiðslu.
Nánari upplýsingar væntanlegar.
Skjálftap1mpar.