Klanið, sem upphaflega var stofnað af fimm vinum úr hafnarfirðinum, hefur verið við störf frá því í ágúst á síðasta ári og á þeim tíma höfum við eignast marga vini og vonandi fáa óvini gegnum cs-spilun okkar.
Þessir fimm vinir voru Asmodai, Azaroth(Inquisitor/Adapter), Moonchild, DeathGuard og Phantom.
Að stofnendurnir skyldu vera innbyrðis félagar hélt klaninu sterku saman, en leiddi einnig til þess að við urðum að treysta gersamlega á að þessi hópur væri traustur. En fljótlega tók að gæta minnkandi counter-strike áhuga hjá Phantom og Moonchild. Þeir drógu sig að miklu leyti út úr counter-strike menningunni eftir skjálfta-4 2002.
Phantom hætti alveg í cs á meðan Moonchild spilaði örfáum sinnum í mánuði. DeathGuard, Asmodai og Azaroth héldu förinni áfram og stýrðu skipinu eins og hetjur. En á endanum gerist það að Asmodai langaði að færa sig um set og fara yfir í Adios. Þegar þarna er komið eru tveir virkir leiðtogar eftir og þess vegna tókum við þá ákvörðun að leggja klanið niður.
Við þökkum öllum þeim sem hafa stutt okkur í gegnum tíðina og öllum liðum sem við höfum spilað við.
Sérstakar þakkir fyrir framlag sitt til Exile fá:
Exile | Spec^
Exile | Ryan-
Exile | Cyberian
Exile | Decimus
Asmodai er genginn í raðir Adios, Azaroth er klanlaus í bili. DeathGuard vill ekkert gefa upp um sín plön en ég gæti trúað því að hann hafi heimsyfirráð í huga. Við Phantom erum aftur á móti hættir og viljum þakka öllum sem við höfum spilað við.
Fyrir hönd leiðtoga Exile… loksins komnir aftur úr útlegð.
Exile | Moonchild
Pálmar