Bíddu nú við… hvað er þetta?
Sýnist þetta bara vera andi cs-samfélagsins safnaður saman í einum korki.
Ungur drengur að nafni Akai, er að leika sér á netinu, leitandi að nýjum og spennandi forritum. Hann skoðar korka á útlenskum halflife síðum og rambar þar á eitt flott forrit.
Forritið er ókeypis, sýnir alla cs servera á landinu, fólkið inná þeim serverum og heitir All Seeing eye.
Í gæsku sinni og góðsemi fer þessi notandi á huga og skrifar þar kork um þetta góða forrit sem hann hefur fundið, og vonast til að hjálpa samfélaginu með því.
En hvað fær þessi aðili að launum?
Skítkast…
Niðurlægjingu…
Móral…
Er þetta ímyndin sem þið viljið fá á ykkur?
Viljið þið fá stóran grænan stimpil festann á hausinn á ykkur, svo þið getið skallað skjáinn til að stimpla sem flesta græningja?
Eða er spurningin bara sú hvort nægur þroski sé til að þetta samfélag geti lifað einn dag í einu án skítkasts?
Þið gátuð ekki einusinni lokað þessum einfalda korki án þessa að koma með “ROFL”, eða keppni um hver hefur notað þetta forrit sem lengst.
Núna tek ég upp minn eigin stimpil, sem ég notaði sjaldan eða aldrei meðan staddur var í quake samfélaginu, og stimpla flesta þá sem svöruðu þessum korki… fífl.
PS. Akai, ég vonast til að sjá fleira frá þér í framtíðinni.<br><br><font color=“FFFFFF”>THlllllllllllllllllE INVISIBLE TEXT THAT IS QUITE U</font>_____________<font color=“FFFFFF”>THEITE U</font>_____________
<font color=“FFFFFF”>THE INVISIBLE TEXT THATlllllllllllllllll IS QUITE USELESS</font>¯¯¯¯¯¯<a href="
http://www.sogamed.com/member.php?id=147684">syn'izelord</a>¯¯¯¯¯¯¯