Huhh .. Alveg magnað hvað það er fljótt að hverfa málefni þráðsins í svörunum hérna á HL áhugamálinu ;)
En varðandi sniperinn, þá er stundum talað um hann sem mest useless klassann í leiknum, hann er allavega sá klassi sem er hvað mest fyrir utan TEAM hugsunina í TFC (“Team” Fortress…).
Ef hann er leyfður þá eru menn alltof oft að hanga bara og skjóta í allar átti og jafnvel meira að segja á liðsfélagana (það hreinsar allt armor af manni á E). Svo myndast alltaf illa hvimleiðar “umræður” um það hvort “ég” megi vera sniper núna, eða þá menn rífandi kjaft um það hvort viðkomandi sniper sé lélegur eða ekki. Að ég tali nú ekki um “sniperwar” bullið og allt röflið sem fylgir því, eins og hvort þetta eða hitt væri “löglegt” skot eða hvað sem er sem menn nenna að rífast um.
Þegar [gRiD] var að spila sem mest í OGL deildinni og innanlands hérna í den, þá var það ávísun á það að óvinaliðið væri komið í bullandi vandræði ef það birtist Sniper á “battlementinu” í 2Fort td. enda tók þá einn mesti “D” gaur landsins ( [gRiD]MoRoN ) upp á því að gerast kúlufóður fyrir sniperinn. Þá er nefnilega amk. einum færra að verjast inni í fortinu fyrir sóknina að kljást við, og með því að MoRoN fór og gerði sig sýnilegan fyrir óvina sniperinn þá fer hann ósjálfrátt að skanna eftir þessum strump sem alltaf er að kíkja út sem að sama skapi minnkar líkurnar á að sniperinn taki sóknarmennina ;)
Auðvitað eru til menn sem spila sniper álíka áhrifaríkt og meðal herdeild, eins og td. þegar ég horfði á Blibb standa á öðrum brúarendanum (stólpanum) í 2Fort og algerlega loka á alla möguleika fyrir hitt liðið að komast út, hvað þá í sókn. En þetta var vel að merkja á opnum server með allskonar spilara inná, þetta hefði held ég aldrei verið hægt í alvöru keppnisleik.
Bara smá hugleiðingar og útskýringar frá…
[gRiD]SMOOOTH
p.s. hérna er heimasíða OGL
http://www.worldogl.com/