Afsakið ef þið teljið þennan kork ekki viðeigandi á einhvern hátt.
Núna í nótt áttu sér stað flutningar IceLan Internets í Keflavík frá minni húsi yfir í stærra hús. Áður fyrr var aðeins Internet Kaffi til staðar þar sem IceLan bauð uppá 16 tölvur sem innihéldu tölvuleiki og önnur ýmis forrit sem koma að góðum notum.
Þetta stærra hús býður upp á ýmsa möguleika meðal annars LAN!!!
Í dag opnar IceLan en aðeins með þá hlið er snýr að internet kaffinu. En það styttist í lanið sem mun verða í framtíðinni mjög flott og mun bjóða upp á frábæra möguleika hvað varðar keppnir og annað slíkt.
Internettenginginn mun verða uppá 11mb ljósleiðara frá Símanum.
Allir þeir sem staðsettir eru á Stór-Reykjavíkursvæðinu ættu að láta þetta koma sér við því það er stundum gaman að breyta til og kíkja á eitthvað nýtt og spennandi.
Vonandi að sem flest klön og flestir vinahópar nýta sér LANIÐ þegar það kemur en einsog áður sagði þá er stutt í það.
kv.
Atli Már
Starfsmaður IceLan Internet<br><br><a href="http://skemmtanastjori.blogspot.com“>UrL</a> | <a href=”mailto:atlimarg@hotmail.com“>PóStuR</a> | <a href=”http://www.n1.is“>N1 BaR</a>
<font color=”#FF0000">Th0ughts -Atli-</font