Sagan byrjar á synergy only rásinni á irc. Þar er margt spjallað á léttum nóttum, og fer þar mest fyrir TCS spjalli.
Spáð er í spilin, spáð er í liðin og spáð er í riðilinn.
Dag einn eru TCS riðlarnir tilbúnir og meðlimir synergy flokkast inn á official heimasíðu TCS til að athuga þá.
Þar kemur fram að við eigum að spila við hið nýja legion lið klukkan 21:30 þriðjudaginn þann 23. janúar.
Næstu dagana skrá meðlimir synergy sig einn og einn í topic á only rásinni, þeir skrá sig sem mnu hafa tíma aflögu til að spila þennan leik við Legion.
Daginn sem leikurinn fer fram, er spáð í fólkið í topic og þeir valdir úr sem hæfastir eru til verkefnisins.
Svo byrjar leikurinn stuttu seinna, eftir að bæði liðin eru búin að skipuleggja sínar varnir sem og sóknir.
Synergy menn byrja nokkuð vel og ná þremur roundum sem terroristar í de_prodigy. Þeir nokkuð sáttir við sitt gegn nokkuð góðu liði.
CT hlutinn fer svo fram eftir nokkur “glhf” og “live”, synergy menn spila afar vel og ná 9 roundum.
Þeir sem glöggir eru á stærðfræðina ættu að sjá að hér er um jafntefli að ræða.
Synergy menn fara núna nokkuð pirraðir af servernum, sumir til að hvíla sig eftir þennan harða leik, aðrir til að læra fyrir próf.
Rétt eftir leikinn fara synergy menn að spá í hvort overtime leikur verði spilaður, þeir telja sér þó trú um að svo sé ekki og fá því til stuðning nokkur orð frá Siggir(sem er stjórnandi TCS):
[22:21] (siggir^) nei ekki framlenging
[22:21] (Fairlady) 6 rounda overtime
[22:21] (D|TurboD^) k
[22:21] (hvutti) lol
[22:21] (siggir^) villa í reglum, það er ekki í riðum
Þegar hér er komið við sögu ákveða flestir liðsmenn synergy að skella sér aðeins í smá afslöppun, sumir þurfa að borða, nokkrir hlamma sér niður í sófann en ég tek upp ferðatölvuna til að fara yfir glósur fyrir náttúrufræðiprófið daginn eftir.
En þá skellur það á…
TCS keppnin er skyndilega afmynduð og henni breytt í hina útlensku CAL deild…
[22:26] (siggir^) það er overtime
[22:26] (hvutti) ekki í riðlinum
[22:26] (hvutti) það er bull
[22:26] (hvutti) hví í andskotanum ?
[22:26] (siggir^) tekið úr cal rules, 6 rounda overtime ef jafntefli ÞÁ jafntefli niðurstaða
Þetta þýðir semsagt að meðlimir synergy verða að hóa liði saman í skyndi til að ná endum saman og spila þessi 6 round.
Notast er við nýjustu tækni í þessum efnum og má þar helst nefna GSM síma og Internet Relay Chat.
Hinir þreyttu og pirruðu meðlimir synergy mótmæla sáran þar eð þeir eru komnir úr öllu stuði og alls ekki tilbúnir fyrir annan leik.
Þá er þeim hótað forfeiti og neyðast þeir því til að hunskast með þungar hendur að tölvunni og taka svitablauta músina í hönd á ný.
Það boðar víst gæfu að hafa sorgarsögur stuttar og mun ég svo gera, synergy tapaði þessu overtime með einu roundi gegn Legion sem höfðu skipt manni út fyrir Shayan(og flestir ættu að vita að siggir=shayan).
Meðan á leiknum stóð náðust eftirfarandi tvær línur á logfile:
[22:07:40] (siggir^) ertu ekki að grínast
[22:07:49] (siggir^) eru þeir að tapa fyrir fokking syn
Eftir leikinn náðust svo þessar komedísku 3:
(Slay-) Nei, en við mótuðum okkur eftir cal
(s^dRiX) Af hverju notið þið þá ekki cal cfg?
(Slay-) Því við erum ekki cal
Núna langar mig að spyrja þig, lesanda góðann, er TCS = CAL og ætti aðaladmin TCS ekki að hafa reglurnar á hreinu?
Fyrir hönd þreyttra, pirraðra og stigasnauðra synergy manna, Synergy ~ izelord.<br><br>_____________
«•» <a href="http://www.sogamed.com/member.php?id=147684">syn'izelord</a> «•»
¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯¯
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.