Góðan daginn.
Er counter-strike þess virði.. að eyða heilum 5 tímum á dag, í mörg ár í að spila einn tölvuleik? Er þetta ekki geðveiki..! Að eyða öllum æskuárunum í að hanga í tölvuleik! Haldiði að þið munuð ekki sjá eftir því þegar þið eruð orðnir eldri! Mér finnst það bara ekki eðlilegt að vera fyrir framan tölvuna svona mikið. Afhverju ekki að gera eitthvað sem er gagnlegt. Eitthvað sem hjálpar ykkur í framtíðinni. Ég spilaði cs mjög mikið og svo einn daginn fattaði ég bara hversu heimskulegt þetta var.. að eyða allri orku í að spila einn tölvuleik. Sem betur fer er ég hættur! Því ég var farinn að spila 5 tíma á dag..! ég talaði ekki við vini mína, stundaði íþróttina mína ekkert að alvöru, hafði engan vilja til að gera neitt nema það eitt að spila counter-strike. Ekkert annað komst inn í líf mitt.
Til allra sem spila cs, EKKI eyða lífinu ykkar í það að spila tölvuleik allan daginn! Ég á eflaust eftir að fá skíta comment en reyniði bara að átta ykkur á þessu. Þetta er það sem ég sé mest eftir í lífi mínu, heil 2-3 ár sat ég fyrir framan tölvuna!
Ekki láta geðveikina ná ykkur. Mig langaði að byrta þessa grein því mér finnst þessi leikur of langt genginn! Allt í lagi að fara í þetta af og til, en ekki allan daginn, alla vikuna, allan mánuðinn og allt árið! í tölvuleik!
Þið munið komast að þessu hverstu mikið rugl þetta er!
Takk fyrir Diao