“omg n00b, fokking h4x3r” eru algengar setningar á public leikjþjónum í dag og þykir það leiðindamál fyrir lengra komna í þessum málum að fá þessa orðasúpu í andlitið þegar þeir eru að “owna byrjendapakkið”. Ég hef verið að hugsa aðeins um þetta og fór þá út í þessa pælingu.
Þegar maður fær að sjá þessa ofangreindu orðasúpu á serverum landsins í dag datt mér í hug að n00bin atarna hafi ekki endilega verið að meina þetta af fullri alvöru. Kannski að þeir finnist þeir vera haldnir ákveðinni þekkingu að vita hvað einmitt þessi orð þýða. Að geta notað þau í samhengi sem í raun og veru meikar einhvern sens ? Kannski að það fylgi því smá virðing…


Promotheus