Af þeim skiptum sem ég hef kíkt hingað inná huga.is, þá hefur alltaf verið að minnstakosti ein grein um móral á cs serverum.
Sammt virðist ástandið ekkert vera að lagast miðað við hvað maður er alltaf að lesa hérna.
Það er spurning hvort það er ekki hægt að finna einhverja aðra aðferð við að koma í veg fyrir leiðindi á serverum, ég er ekki að segja að þessar greinar sem koma hérna inná huga séu eitthvað gagnslausar, ég lærði mína CS mannasiði af þeim :)
Enn það eru ekki allir sem lesa þessar greinar, sumir líta jafnvel ekki á aðra sem eru að spila sem persónur heldur bara sem hluta af tölvuleik sem þeir eru að spila og halda því að þeir geta því hagað sér eins og þeim sýnist.
Ef það á að koma í veg fyrir að fólk sé með einhvern derring á serverum, þá verður að gera eitthvað til að koma í veg fyrir það á serverunum sjálfum!!
…
Mínar pælingar:
1. Fjölga adminum.
Af þeim skiptum sem ég hef séð einhvern svindla eða vera með eitthvað rosa bögg inná server þá hefur aldrei verið adminn inni.
2. Væri ekki hægt að finna eitthvað sniðugt plugin í MetaMod sem hreinlega gerir Mute á þá sem eru með bögg ;D þannig maður þarf ekki að vera að lesa þau leiðindi sem þeir vilja endilega deila með okkur hinum.
… enn ég er auðvitað enginn snillingur :|
þannig það er spurning, ef fólk hefur á annað borð áhuga á að bæta stemninguna inná serverum, að gera eitthvað þá í því!!
Einhverjir með fleirri hugmyndir ??