Simnet eða hvað?
Jæja.. núna hef ég laggað í tvo mánuði stanslaust síðan á skjálfta 4 og ekki batnar það. Þetta er eitt það skrítnasta sem ég veit um, því ég er með allt í lagi ping en bara lagga feitast. Oft þarf ég að labba tvisvar framhjá sama veggnum, tek upp byssuna 2 sek seinna en ég ýti á takkan. Skít á gaur og hitti allt nema gaurinn. Þetta er alveg óþolandi! er þetta simnet eða hvað? getur eitthvað verið að línuni, módeminu eða er þetta bara símnet? ég ætla amk að prófa að fara til íslandssíma og sjá hvað setur, allir hafa sagt mér að laggið fari 700 %. Mig langar bara helst ekki að skipta nema að ég sé viss um að laggið fari! Endilega ef það er eitthvað sem gæti verið að línuni/módeminu eða fleiru látið mig vita. En ég held persónulega að það sé ekkert að hjá mér, bara að simnet sé að klikka, og það kæmi mér ekkert á óvart!