Ástæða þess að ég skrifa þennan kork er sú að ég var að koma úr skrimmi áðan en ég gerðist smá lánsmaður hjá strákum sem kalla sig ANNO. Ekkert mál með það nema að klanið sem við áttum að skrimma við gat ekki hagað sér. Þeir sögðust vera að plana en komu á okkar spawn í sífellu og skutu á okkur á meðan einn þeirra fór og plantaði. Síðan þegar ég sagði LIVE..þá var ekkert LIVE heldur fóru þeir bara að hnífa hvorn annan. Mjög pirrandi. Ég hef sett saman stuttan ábendingar pakka sem birtist hér fyrir neðan sem ný klön geta nýtt sér þegar þau ætla að fara að skrimma.
<b>Tjékklisti áður en farið er í skrimm</b>
1. Erum við 5 ( það skrimmar enginn 4 á móti 4 eða 3 á móti 3 )
2. Erum við nýjir, ef svo er reynið að finna klön sem hæfa ykkar spilamennsku og getu.
3. Höfum við andlegan þroska til þess að keppa við fólk í CS ánþess að rífa stanslausan kjaft og vera með læti.
<b>Þegar við leitum að skrimmum</b>
1. Farið á #findscrim.is á irkinu
2. Auglýsið eftir klani og takiði fram hvað þið eruð margir og ef það eru sérstök möp sem þið viljið spila í.
3. Aðeins nota einn til að ná í skrim því annars fer allt í klessu og þið kannski bókið tvö klön.
<b>Þegar skrimmið er fundið</b>
1. Finna lausan server
2. Kanna hvort allir séu ekki aktívir það er að segja ekki AFK.
3. Drífa sig inná server.
<b>Þegar þið eruð komnir inná serverinn</b>
Þetta er mikilvægur partur fyrir ykkur “nýliðanna”.
1. EKKI BREYTA RCON PASS nema að laga hann aftur.
2. Ef hitt liðið segir: STAY AT SPAWN , viljiði þá gjöra svo vel að halda ykkur á spawninu ykkar.
3. Plana eins fljótt og hægt er.
4. Ekki tk-a þegar þið eruð ekki búnir að plana. Frekar gera það eftir að planið er búið og þið eruð að bíða eftir hinu klaninu.
5. Ekki rífa kjaft við andstæðinginn. Reynið að vera kurteisir því kjaftur og læti er ekki að setja klanið ykkar á háan stall og boðar aðeins vandræði.
Já..þetta er svona smá samantekt. Ef þið viljið vita meira endilega takið Training Course í CS því það er óþolandi að þurfa að “díla” við “nýliða” upp á hvern einasta dag.
Takk kærlega og njótið góðs af.<br><br>
<img SRC="http://pic5.picturetrail.com/VOL96/793861/1401610/17094925.jpg"